Leikur kjaftfora móður Billy Bob

Kathy Bates mun leika kjaftfora móður Billy Bob Thornton í Bad Santa 2, samkvæmt heimildum The Wrap.kathy bates

Bates er líklega þekktust fyrir Óskarsverðlaunahlutverk sitt í spennumyndinni Misery.

Leikstjóri Bad Santa 2 verður Mark Waters (Mean Girls). Handritshöfundar eru Doug Ellis, sem er maðurinn á bak við þættina Entourage, og þau Johnny Rosenthal og Shauna Cross.

Tony Cox og Brett Kelly munu endurtaka hlutverk sín í framhaldsmyndinni.

Tökur hefjast í Montreal í Kanada í janúar.