Leikur illmennið í Teenage Mutant Ninja Turtles

William Fichtner hefur verið ráðinn í hlutverk illmennisins Shredder í Teenage Mutant Ninja Turtles.

william

Fichtner leikur á móti Megan Fox, sem leikur fréttakonuna April O´Neil, og Will Arnett sem leikur myndatökumanninn Vernon Fenwick.

Shredder er mikill ninjameistari og er höfuðandstæðingur Splinter, læriföður stökkbreyttu skjaldbakanna.

Myndin er væntanleg í bíó sumarið 2014.

Margir muna eftir Fichtner úr sjónvarpsþáttunum Prison Break. Hann hefur einnig leikið í þáttunum Entourage og hinum væntanlegu The Lone Ranger og Elysium.