Ofurhetjur holræsanna

Skemmtileg ný stikla er komin út fyrir teiknimyndina um Ninja skjaldbökurnar úr holræsum New York borgar, Teenage Mutant Ninja Turtles: Mutant Mayhem.

Til í tuskið.

Kvikmyndin verður frumsýnd hér á Íslandi ellefta ágúst næstkomandi og með helstu hlutverk fara ekki ómerkari aðilar en Seth Rogen, unglingurinn eilífi eins og segir í stiklunni, Jackie Chan, Paul Rudd og Rose Byrne, auk John Cena, Giancarlo Esposito og Ayo Edebiri.

Eftir að hafa verið í mörg ár í felum í holræsunum fyrir heimi mannanna þá ákveða skjaldbökubræður að fara upp á yfirborðið og reyna að ávinna sér ást og aðdáun borgarbúa í New York og verða á sama tíma viðurkenndir sem venjulegir unglingar sem vinna hetjudáðir. Ný ...

Skjaldbökubræðurnir reyna í myndinni að vinna sér ást íbúa borgarinnar á sama tíma og þeir vilja ráða niðurlögum hers stökkbreyttra.

Sjáðu skemmtilega stiklu hér fyrir neðan: