Náðu í appið
Teenage Mutant Ninja Turtles: Mutant Mayhem

Teenage Mutant Ninja Turtles: Mutant Mayhem (2023)

"Heroes aren't born. They're mutated."

1 klst 39 mín2023

Eftir að hafa verið í mörg ár í felum í holræsunum fyrir heimi mannanna þá ákveða skjaldbökubræður að fara upp á yfirborðið og reyna að...

Rotten Tomatoes95%
Metacritic74
Deila:
Teenage Mutant Ninja Turtles: Mutant Mayhem - Stikla
6 áraBönnuð innan 6 ára
Ástæða:HræðslaHræðsla

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2Síminn

Söguþráður

Eftir að hafa verið í mörg ár í felum í holræsunum fyrir heimi mannanna þá ákveða skjaldbökubræður að fara upp á yfirborðið og reyna að ávinna sér ást og aðdáun borgarbúa í New York og verða á sama tíma viðurkenndir sem venjulegir unglingar sem vinna hetjudáðir. Ný vinkona þeirra April O'Neil hjálpar þeim að vinna bug á alræmdu glæpagengi en fljótlega eru þeir komnir í erfið mál þegar her stökkbreyttra gerir árás.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Rapparinn og leikarinn Ice Cube samþykkti að leika hlutverk Superfly þar sem honum líkaði nafnið og af því að hann horfði á TMNT teiknimyndir með syni sínum.
Kvikmyndagerðarmennirnir nefndu sem helsta innblástur fyrir útlit og listrænan stíl teiknimyndarinnar kvikmyndirnar Spider-Man: Into the Spider-Verse (2018), Jackie Chan slagsmálamyndina Ging chaat goo si (1985) Hung fan kui (1995), glæpadramað Chung Hing sam lam (1994), Boogie Nights (1997) og verk kvikmyndatökumannsins Emmanuel Lubezki og leikstjórans Spike Jonze.
Ólíkt því sem tíðkast við gerð teiknimynda þá hljóðritaði leikaraliðið raddir sínar saman en ekki sitt í hvoru lagi. Á einni upptöku eru því oft allt að sjö leikarar í hljóðverinu. Þetta umhverfi gaf tökuliðinu kost á að bregðast við hverju öðru og spinna jafnóðum.
Útlit Splinter var byggt á leikaranum Danny DeVito og Jeff Bridges, einkum í myndinni The Big Lebowski frá 1998 þar sem hann leikur slugsarann Dude.

Höfundar og leikstjórar

Jeff Rowe
Jeff RoweLeikstjórif. -0001

Gagnrýni notenda

Engar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!

Framleiðendur

Paramount PicturesUS
Nickelodeon MoviesUS
Point Grey PicturesUS
Cinesite AnimationCA
Mikros AnimationFR