Nýtt á Netflix Íslandi

SpennumyndRómantískDramaSpennutryllirÆvintýramyndSögulegÆviágrip
Leikstjórn Stanley Kubrick
Söguþráður Árið 73 fyrir Krist leiðir þrasískur þræll uppreisn í skóla fyrir skylmingarþræla sem rekinn er af Letunlus Batiatus. Uppreisnin breiðist yfir ítalíuskagann, með þátttöku þúsunda þræla. Markmiðið er að safna nægu fé til að kaupa skip frá síleskum sjóræningjum sem gætu flutt þá til annarra landa í suðri. Rómverski þingmaðurinn Gracchus lætur Marcus Publius Glabrus, yfirmann setuliðs Rómverja, fara fyrir her á móti þrælunum sem nú búa í fjallinu Vesúvíusi. Þegar Glaubrus er sigraður er það mikil hneisa fyrir kennara hans, þingmanninn og hershöfðingjann Marcus Licinius Crassus, sem er með eigin her gegn þrælunum. Spartacus og þrælarnir í þúsundavís, komast til Brandisium en þar lenda þeir í því að Sílemennirnir hafa yfirgefið þá. Þá er ekki um annað að ræða en halda í norður og mæta herveldi Rómverja.
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Barbet Schroeder
Söguþráður Þegar "einhleyp hvít kona" auglýsir eftir svipaðri konu sem meðleigjanda ( til að koma í staðinn fyrir kærastann sem hún var að hætta með ), þá virðast allir umsækjendurnir vera hálf skrítnir. Þá birtist kona sem virðist vera akkúrat sú rétta. En leigjandinn á sér leynda fortíð sem ásækir hana.
SpennumyndVestri
Leikstjórn Lawrence Kasdan
Söguþráður Árið er 1880, fjórir menn ferðast saman til bæjarins Silverado. Á vegi þeirra verða margar hættur áður en þeir ná vondu köllunum og friður kemst á í þorpinu.
RómantískDrama
Leikstjórn Ang Lee
Söguþráður Sögusviðið er England á síðari hluta 18. aldar, en myndin er gerð eftir fyrstu skáldsögu Jane Austen, sem hún skrifaði árið 1795. Myndin fjallar um raunir Dashwood-systranna, hinnar jarðbundnu Elinor, og draumóramanneskjunnar Marianne, sem bæði er tilfinningarík og ástríðufull. Þegar faðir þeirra fellur frá gengur fjölskylduauðurinn til elsta bróður þeirra og fjölskyldu hans, en systurnar verða að spjara sig með móður sinni og yngri systur. Þær leita eftir hentugu mannsefni og verður Elinor ástfangin af hinum óframfærna Edward og Marianne fellur fyrir glæsimenninu Willoughby, en hún lítur hins vegar ekki við hinum trausta Brandon liðþjálfa, sem er yfir sig ástfanginn af henni. Á ýmsu gengur í lífi systranna og margt fer öðru vísi en ætlað er þar til þær að lokum finna hamingjuna og hinn rétta lífsförunaut.
Drama
Söguþráður Frank er fyrrum yfirmaður í bandaríska hernum, og er hættur störfum. Hann er blindur og viðskotaillur með afbrigðum. Charlie er í skóla, og hlakkar til að fara í háskóla. Til að redda sér pening til að komast heim um jólin, þá tekur hann að sér að annast Frank í kringum þakkargjörðarhátíðina. Frænka Franks segir að þetta verði auðveld vinna fyrir hann, en tók ekki með í dæmið að Frank vill eyða þakkargjörðarhátíðinni í New York.
DramaGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Gregory Hoblit
Söguþráður Spennutryllir sem gerist í dómssal, og fjallar um slyngan og flottan lögmann, sem tekur að sér mál sem virðist útilokað að vinna. Það snýst um ungan kórdreng sem er sakaður um að hafa myrt mikils metinn kaþólskan prest.
SpennumyndDramaGlæpamynd
Leikstjórn Philip Noyce
Söguþráður Jack Ryan snýr hér aftur í framhaldi spennumyndarinnar The Hunt for Red October. Ryan er í fríi í Englandi þegar hann kemur í veg fyrir tilræði við einn meðlim ensku konungsfjölskyldunnar. Ryan dregst aftur inn í leyniþjónustuna CIA þegar sami klofningsarmur úr írska lýðveldishernum og reyndi að drepa meðlim konungsfjölskyldunnar, snýr sér að honum og fjölskyldu hans.
DramaGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Sujoy Ghosh
Söguþráður Kappsfullur ungur frumkvöðull vaknar inni á hótelherbergi með líki ástmanns síns. Hún ræður virtan lögmann til að verja sig, og í sameiningu reyna þau að komast að því hvað gerðist í raun og veru.
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Shelly Chopra Dhar
Söguþráður Sumar ástarsögur eru ekki einfaldar, og saga Sweety er einmitt ein slík. Hún þarf að þola ofurspennta fjölskyldu sína sem vill að hún fari að festa ráð sitt, ungan rithöfund sem er algjörlega heillaður af henni, leyndarmál sem hún geymir þétt við hjarta sitt og að lokum sannleikann um að sönn ást fái ekki samþykki í fjölskyldunni og í samfélaginu. Lausnin á þessum vandamálum reynist bæði sprenghlægileg og hjartnæm.
Vísindaskáldskapur
Leikstjórn Frant Gwo
Söguþráður Sólin er að brenna upp og deyja, og fólk um allan heim byggir gríðarstóran hreyfil sem á að færa Jörðina út af sporbaug um Sólu, og yfir í nýtt sólkerfi, sem er 4,5 ljósár í burtu. En þessi ferð, sem á að taka um 2.500 ár, er ekki með öllu hættulaus.
GamanmyndNetflix
Leikstjórn Brie Larson
Söguþráður Kit er rekin úr listaskóla og neyðist til að flytja aftur heim til foreldra sinna. Hún fær tímabundna vinnu á almannatengslaskrifstofu, og hittir í kjölfarið hinn bleikklædda The Salesman. Sá kveðst geta selt henni nokkuð sem hún hefur alltaf þráð að eignast, einhyrning.
Gamanmynd
Leikstjórn Marco Schnabel
Söguþráður Myndin segir sögu Pitka. Hann flytur til Bandaríkjanna til að leita fjár og frægðar í sjálfshjálpar- og andlega geiranum. Það reynir heldur en ekki á óhefðbundnar aðferðir hans þegar hann þarf að lægja öldurnar á milli þeirra Darren Roanoke, atvinnuísknattleiksspilara, og eiginkonu hans í erfiðu rifrildi sem verður þess valdandi að Darren spilar mjög illa. Pitka verður að ná að koma þeim aftur saman og koma Darren aftur í sitt besta stand svo lið hans geti unnið Stanley bikarinn í fyrsta sinn í fyrsta sinn í 40 ár.
DramaÆviágrip
Leikstjórn Rajkumar Hirani
Söguþráður Sönn saga Sanjay Dutt, sem er af þekktu kvikmyndafólki kominn, varð sjálfur fræg kvikmyndastjarna, og lenti síðan alveg á botninum, og glímdi við ýmsa djöfla.
SpennumyndDramaÆvintýramynd
Leikstjórn Yong-hwa Kim
Söguþráður Aðstoðarmaður, í lífinu eftir dauðann, hjálpar manni í gegnum prófraun, á meðan tveir félagar hans hjálpa fyrrum aðstoðarmanni niðri á Jörðinni.
Gamanmynd
Leikstjórn Ben Falcone
Söguþráður McCarthy leikur Deanna, heimavinnandi húsmóður sem þarf að endurskoða líf sitt eftir að eiginmaðurinn fer frá henni. Þar sem hún kláraði aldrei menntaskóla, þá ákveður hún bara að drífa sig í skólann, sem dóttir hennar Amanda er hreint ekki hrifin af, þar sem mamma verður í sama skóla og í sama bekk og hún. En eins og við var að búast þá skemmtir Deanna, eða Dee Rock eins og hún byrjar að kalla sig í skólanum, sér stórvel, og endar með því að finna sjálfa sig.
DramaÆvintýramynd
Leikstjórn Andy Serkis
Söguþráður Munaðarlaus drengur er alinn upp í skóginum af úlfum, og þarf að berjast við tígrisdýrið Shere Khan, og fleiri.
GamanmyndDramaÆvintýramynd
Leikstjórn Ben Stiller
Söguþráður Myndin er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1947, en hún var aftur byggð á smásögu bandaríska rithöfundarins og húmoristans James Thurber sem birtist fyrst í tímaritinu The New Yorker árið 1939. Sagan hefur allar götur síðan verið í hávegum höfð í bandarískum bókmenntum og er í dag flokkuð til meistaraverka. Þetta er sagan um hinn kurteisa en feimna Walter Mitty sem er vægast sagt dálítið utangátta í lífinu og litinn hornauga af ýmsum sem umgangast hann dags daglega. Walter vinnur á ljósmyndadeild tímaritsins Life, en á það til að flýja hinn hversdagslega raunveruleika inn í dagdrauma þar sem hann er hetjan sem allt getur. Þegar tilkynnt er að leggja eigi tímaritið niður og segja öllu starfsfólkinu upp ákveður Walter að gera eitthvað nýtt og heldur í ferðalag út í heim. Það ferðalag á eftir að verða skrítnara og viðburðaríkara en nokkrir af dagdraumum hans ...
Útgefin: 10. apríl 2014
DramaSpennutryllirSögulegÆviágrip
Leikstjórn Chris Weitz
Söguþráður Myndin er byggð á sögunni af því hvernig hópur ísraelskra leyniþjónustumanna handsamaði hinn alræmda SS foringja naista, Adolf Eichmann – manninn sem var heilinn á bakvið “lokalausnina” svokölluðu, eða helförina– í Argentínu. Eftir að Eichmann hafði verið handtekinn í Buones Aires, þá fóru þeir með hann til Ísraels þar sem réttað var yfir honum í átta mánaða sögulegum réttarhöldum.
DramaNetflix
Leikstjórn Alfonso Cuarón
Söguþráður Í ROMA er fjallað um Cleo, unga þjónustustúlku á heimili fjölskyldu í miðstéttarhverfinu Roma í Mexíkóborg. Leikstjórinn Cuarón notfærir sér bernsku sína til að skapa ljóslifandi og tilfinningaríka frásögn af heimiliserfiðleikum og félagslegri valdaskiptingu á 8. áratug síðustu aldar, og sendir um leið listrænt ástarbréf til kvennanna sem ólu hann upp.
Söguþráður