Náðu í appið

Nýtt á Netflix Íslandi

SpennaVestri
Leikstjórn Antonio David Lyons
Árið er 1880, fjórir menn ferðast saman til bæjarins Silverado. Á vegi þeirra verða margar hættur áður en þeir ná vondu köllunum og friður kemst á í þorpinu.
SpennaSpennutryllirÆvintýri
Leikstjórn Paul Michael Glaser
Myndin gerist í alræðissamfélagi í framtíðinni. Ben Richards er lögga sem var kennt um fjöldamorð, sem var í raun ekki honum að kenna. Hann er sendur í fangelsi, en strýkur ásamt nokkrum samföngum sínum. Hann reynir að flýja, en konan sem hjálpaði honum, svíkur hann í hendur yfirvöldum. Damon Killian er stjórnandi leikjaþáttarins The Running Man, í sjónvarpinu, þar sem dæmdir glæpamenn fá tækifæri til að hlaupa og öðlast frelsi, en þurfa að sleppa undan mönnum sem eiga að elta þá uppi og drepa. Þegar Damon fréttir að Richards hafi náðst, vill hann fá hann í þáttinn, sem næsta keppanda. Richards neitar hinsvegar að vera með, en Damon hótar því að taki hann ekki þátt muni hann láta tvo samfanga Richards, sem flýðu með honum, taka þátt í staðinn. En þegar Richards á að hefja leikinn svíkur Damon Killian Richards, og sendir samfangana tvo með Richards í leikinn. Richards lofar Killian því að hann muni snúa aftur, og láta hann finna til tevatnsins, en fyrst verður hann að lifa leikinn af...
SpennaRómantíkSpennutryllirVestri
Leikstjórn Sam Raimi
Ellen, óþekkt byssukona, kemur ríðandi inn í lítinn, sóðalegan og þunglyndislegan bæ úti á sléttunni, sem býr yfir leyndarmáli, sem er einnig ástæða þess að byssukonan er komin. Stuttu eftir að hún kemur í bæinn, er prestinum í bænum, Cort, hent í gegnum kráardyrnar um leið og bæjarbúar eru að skrá sig í skotkeppni. Í boði eru há peningaverðlaun og eina reglan er sú að maður eigi að fylgja reglunum sem upphafsmaður keppninnar, Herod, setti. Herod er einnig aðalmaðurinn í bænum og stjórnar þar öllu. Svo virðist sem hann hafi sett upp þessa skotkeppni til að presturinn ( sem var eitt sinn útlagi í liði með Herod ) þurfi að taka aftur fram byssubeltið og keppa. Cort hinsvegar harðneitar að nota byssu aftur og drepa fólk, en Herod, sem veit að Cort er besti byssumaðurinn í bænum, er staðráðinn í að fá hann til að skipta um skoðun, jafnvel þó að það kosti það að einhver láti lífið.
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn Rebecca Ferratti
Í suðurhluta Flórída í Bandaríkjunum, er ráðgjafi í menntaskóla sakaður um nauðgun af stjórnsamri ríkri stúlku, og hjóhýsahyskis-vinkonu hennar. Lögrelgan sem rannsakar málið byrjar að gruna þær um samsæri og fer að kanna flókinn og kræklóttan vef grægði og svika, til að komast að sannleikanum.
GamanÆvintýriFjölskyldaTónlistTeiknað
Sögumaðurinn Uncle Remus segir ungum dreng sögur um svikahrappinn Br´er Rabbit, sem snýr á Br´Fox og hinn treggáfaða Br´er Bear.
Gaman
Leikstjórn David Kyle
Þegar hann uppgötvar að yfirmenn hans í vinnunni halda matarboð sérstaklega fyrir heimska gesti, þá er það aðeins spurning um tíma hvenær honum verður sjálfum boðið. Um leið kynnist hann öðrum manni sem yrði kjörinn gestur í boðið.
Útgefin: 17. febrúar 2011
Gaman
Leikstjórn John Landis
Louis Winthorpe er athafnamaður sem vinnur fyrir verðbréfafyrirtækið Duke og Duke sem bræðurnir Mortimer og Randolph Duke reka. Þeir þræta gjarnan um hin ólíklegustu og ómerkilegustu mál, og það nýjasta er hvort að það sé umhverfið eða genin sem ákvarða um hversu vel mönnum gengur í lífinu. Þegar Winthorpe rekst á bragðarefinn Billy Ray Valentine úti á götu, og heldur fyrir misskilning að hann sé að reyna að ræna sig, þá lætur hann handtaka hann. Þegar hann sér hve ólíkir menn þeir tveir eru, þá ákveða bræðurnir að veðja um hvað myndi gerast ef Winthorpe myndi missa vinnuna, heimili sitt og virðingu allra í kringum sig, og hvað myndi gerast í staðinn ef Valentine fengi starf Winthorpe. Þeir láta því handtaka Winthorpe og láta hann líta illa út gagnvart kærustunni. Nú þarf hann að reiða sig á vændiskonu sem var ráðin til að eyðileggja mannorð hans.
SpennaDramaSpennutryllir
Leikstjórn Prashanth Neel
Raja Mannar, sem býr í borginni Khansaar á Indlandi, vill að sonur sinn, Vardharaja Mannar, verði eftirmaður sinn, en ráðherrar hans og ráðgjafar skipuleggja byltingu með stuðningi einkaherja frá Rússlandi og Serbíu sem eiga að ráðast á og drepa Vardha og Raja. Vardha, bróður hans og nokkrum öðrum tekst að sleppa frá Khansaar. Vardha leitar til æskuvinar síns Deva og segir honum frá vandræðunum og fær hjálp við að ná völdum í Khansaar.
SpennaDramaÆvintýri
Leikstjórn Heo Myeong Haeng
Eftir að hræðilegur jarðskjálfti breytir Seoul borg í stjórnlaust svæði þar sem lögum og reglum er kastað á glæ, birtist hugrakkur vígamaður sem hyggst bjarga unglingi sem klikkaður læknir rænir og heldur föngnum í búðum fullum af stórhættulegum trúarofstækismönnum.
TónlistHeimildarmynd
Árið 1985 hittust 46 tónlistargoðsagnir, þar á meðal Lionel Richie, Michael Jackson, Bruce Springsteen, Cyndi Lauper, Diana Ross og Stevie Wonder, í stúdíói til að taka upp mest stjörnum prýdda lag poppsögunnar. Þetta er sagan sem ekki hefur verið sögð af laginu We Are the World - sem munaði litlu að hefði ekki orðið að veruleika.
SpennaÆvintýri
Leikstjórn Todd Holland
Clawdeen Wolf, er hálfur maður og hálfur varúlfur. Hún er nýbyrjuð í Monster High, skóla fyrir allskonar skrímsli. Hún kynnist fljótlega Frankie Stein og Draculaura, og finnst sem hún sé nú loksins á réttri hillu í lífinu. En ekki líður á löngu þar til djöfullegt plan til að gereyða skólanum kemur í ljós, og þar með gæti ljóstrast upp um hver hún er. Nú þarf hún að sættast við sjálfa sig og bjarga skólanum.
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Andy Serkis
Eddie Brock reynir að laga sig að sínu nýja lífi, sem hýsill lífverunnar Venom, sem er ættuð utan úr geimnum. Venom veitir Brock ofurhæfileika sem hann notar til að vera sjálfskipaður löggæslumaður götunnar. Brock reynir að endurvekja feril sinn sem blaðamaður með því að taka viðtal við raðmorðingjann Cletus Kasady. Hann á síðan eftir að breytast í hýsil fyrir lífveruna Carnage en Kasady sleppur úr fangelsi eftir að aftaka hans fer forgörðum.
DramaStríðSöguleg
Leikstjórn Michal Kwiecinski
Pólskur Gyðingur, sem tókst að sleppa við illan leik úr gyðingahverfinu í Varsjá, er núna, árið 1943, að starfa sem þjónn á veitingastað flotts hótels í Frankfurt í Þýskalandi. Hann þykist vera franskur og hefnir sín á Nasistum á sinn sérstaka hátt.
RómantíkSpennutryllir
Leikstjórn Yuri Zeltser
Tveir bræður sem búa á bensínstöð/móteli/vegasjoppu, verða vitni að því þegar foreldrar þeirra eru myrtir. Yngri bróðirinn blindast í árásinni. Tíu árum síðar eru báðir bræðurnir ennþá þarna og harmleikurinn gæti hafa gert annan þeirra geðveikan. Þegar hrottinn Gladstone og hin unga og kynþokkafulla eiginkona hans, verða strandaglópar á bensínstöðinni, þá leysist úr læðingi það versta í öllum á staðnum.
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn George Lucas
Hið illa viðskiptaveldi, sem Nute Gunray leiðir, áætlar að taka völdin á plánetunni Naboo. Jedi riddararnir Qiu-Gon Jinn og Obi-Wan Kenobi eru sendir til að hitta leiðtogana. En ekki fer allt eins og áætlað var. Jedi riddararnir sleppa, ásamt vini þeirra frá plánetunni Gungan, Jar Jar Binks, og fara til Naboo til að vara drottninguna Amidala við yfirvofandi árás, en vélmenni hafa þá þegar hafið árásina og drottningin er ekki lengur örugg. Þau flýja og lenda á plánetunni Tatooine, og verða þar vinir ungs drengs sem nefnis Anakin Skywalker. Qui-Gon er forvitinn að vita meira um drenginn, og telur að hann eigi bjarta framtíð. Hópurinn verður núna að finna leið til að komast til Coruscant og til að leysa viðskiptadeiluna, en einhver felur sig í skugganum. Ætli hinir illu Sith riddarar séu útdauðir? Er drottningin í raun sú sem hún segist vera? Og hvað er svona merkilegt við þennan unga dreng?
GamanRómantíkFjölskylda
Leikstjórn Bradley Walsh
Janie, sem er upprennandi stjórnandi í New York borg, snýr aftur í gamla heimabæinn Woodland Falls þegar gamall frændi hennar fellur frá. Þar bíður hennar óvænt gjöf frá frændanum; sjálft æskuheimilið, og aðstoðarmaðurinn Dylan.
GamanRómantík
Leikstjórn T.W. Peacocke
Veitingaþjónusta Molly Frost gengur illa. Hún fær pöntun frá Jean Harrison, stjórnanda hinnar þekktu Harrison stofnunar sem haldinn er mikilli fullkomnunaráráttu. Molly á að sjá um veitingar í árlegri jólaveislu hans. En málin flækjast þegar Molly verður ástfangin af frænda Jean, Carson, ferðaljósmyndara sem hefur engan áhuga á að taka við fjölskyldufyrirtækinu ... þar til frænka hans fær hann til að tryggja að veislan gangi að óskum.
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Robin Dunne
Vikuna fyrir Jól, í bænum Bayside, er Charlotte að mála myndir og á sama tíma að hjálpa móður sinni að reka fjölskylduveitingahúsið. Charlotte er ekki ánægð með hvað hún hefur lítinn tíma fyrir listina og ákveður að henda nýja málverkinu í ruslið, en kemst svo að því að einhver hefur hengt það nafnlaust upp á Jólalistasýningunni í bænum. Í ljós kemur að myndlistarmaðurinn Wyatt rakst á verkið og reynir nú að finna hver hinn dularfulli listamaður er sem málaði það.
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Nigel Cole
Oliver og Emily kynnast í flugi á leið frá Los Angeles til New York, en komast svo að því að þau passa illa saman. Næstu sjö árin hinsvegar, þá hittast þau aftur og aftur, og sambandið þróast úr því að vera kunningjar yfir í nána vini og yfir í ... elskendur?
SpennaHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn John Erick Dowdle
Devil er spennutryllir sem segir frá nokkrum ólíkum og alls ótengdum aðilum sem eiga allir erindi í sömu bygginguna á sama tíma. Rannsóknarlögreglumaðurinn Bowden hefur verið sendur þangað vegna sjálfsmorðs sem var framið fyrr um morguninn og er að rannsaka það þegar fimm aðrar manneskjur fara inn í sömu lyftuna. Þessar manneskjur eru öryggisvörðurinn Ben, en hann á að baki ofbeldisfulla fortíð, roskin og stelsjúk kona, dýnusölumaðurinn og fjársvikarinn Vince, fyrrum hermaðurinn Tony og „gullgrafarinn“ Sarah. Lyftan er á leiðinni upp þegar hún stöðvast skyndilega á milli hæða, með þeim afleiðingum að fimmmenningarnir eru pikkfastir. Þegar ljósin slokkna tímabundið og Sarah er blóðguð í myrkrinu fer svo vænisýkin að taka yfir hjá fólkinu. Gagnkvæmt traust er ekkert og fer hver að ásaka hinn um að standa að baki hinna sífellt hræðilegri hluta sem eiga sér stað, en á sama tíma reynir Bowden að koma fólkinu til bjargar með einhverjum leiðum á meðan hann reynir að rannsaka bakgrunn fólksins sem hann fylgist með á eftirlitsmyndavél, en allavega einn þeirra er að fela eitthvað djöfullegt...
Útgefin: 24. mars 2011