Náðu í appið

Inside 2007

(À l'intérieur)

Fannst ekki á veitum á Íslandi
83 MÍNFranska
Rotten tomatoes einkunn 88% Critics

Fjórum mánuðum fyrir Jól, þá lenda þau Sarah og Matthieu Scarangelo í bílslysi, þar sem einungis Sarah og ófætt barn hennar lifa af. Á aðfangadag þá er Sarah ein heima, þar sem hún syrgir eiginmann sinn og býr sig undir að fara á spítalann daginn eftir til að fæða barnið. Seint um kvöld, þá knýr kona dyra hjá Sarah, og biður um að fá að hringja.... Lesa meira

Fjórum mánuðum fyrir Jól, þá lenda þau Sarah og Matthieu Scarangelo í bílslysi, þar sem einungis Sarah og ófætt barn hennar lifa af. Á aðfangadag þá er Sarah ein heima, þar sem hún syrgir eiginmann sinn og býr sig undir að fara á spítalann daginn eftir til að fæða barnið. Seint um kvöld, þá knýr kona dyra hjá Sarah, og biður um að fá að hringja. Þegar hún neitar, þá segist konan þekkja Sarah og reynir að troða sér inn. Sarah hringir á lögregluna; hún kemur og rannsakar húsið og segir að konan sé farin, en lofar að fylgjast með Sarah um nóttina. Konan snýr aftur og reynir að taka ófætt barn Sarah, en Sarah lokar sig inni á baðherbergi. Konan skrítna hrellir Sarah alla nóttina og drepur alla sem reyna að hjálpa henni.... minna

Aðalleikarar


Inside er ein rosalegasta hryllingsmynd sem ég hef séð og ég hef séð þær margar. Spennustigið er hátt næstum allan tíman og maður nær varla andanum. Myndin er ekki 83 mín og eyðir engum tíma í vitleysu. Ég hef ekki séð margar hryllingsmyndir ganga jafn langt og þessa, hún fer inn á mjög mikil taboo svæði og er áhrifaríkari fyrir vikið. Frakkar eru mjög framarlega þegar kemur að hryllingsmyndum, Heute Tension var t.d. frönsk. Frábær mynd, en alls ekki fyrir viðkvæma.

Söguþráður – Spoiler:
Sarah, leikin af Alysson Paradis, er ólétt þegar hún lendir í hræðilegu bílslysi sem kostar manninn hennar lífið. Fjórum mánuðum síðar, þegar barnið er að fara að koma, birtist kona (Béatrice Dalle) eitt kvöldið fyrir utan húsið hennar sem vill fá barnið og ætlar að taka það sama hvað það kostar. Við tekur eitt rosalegasta blóðbað sem ég hef séð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.02.2024

26 Pixar myndir frá verstu til bestu

Teiknimyndafyrirtækið Pixar hefur verið við lýði í næstum þrjá áratugi, en bráðum 28 ár eru frá því fyrsta myndin í fullri lengd kom frá fyrirtækinu. Vefritið Men´s Health raðaði tuttugu og sex myndum í röð eftir gæðum og má sjá listann hér fyrir neðan. [Ath. listinn var gerður áður en Elemental kom út í fyrrasumar.] Í formála segir Men´s Health að hægt sé að skipta árutugunum þr...

05.02.2021

Christopher Plummer látinn

Kanadíski stórleik­ar­inn Christoph­er Plum­mer er látinn, 91 árs að aldri. Hann lést í morgun á heimili sínu í Connecticut í Bandaríkjunum en það var fjölskylda hans sem tilkynnti andlátið og sagði hann hafa kvatt heiminn friðsamlega. Le...

09.03.2020

Rifjar upp vonbrigðin eftir Superman Returns: Leikstjórinn erfiður - „Ég gerði allt sem ég gat“

Bandaríska leikaranum Brandon Routh þótti leitt að geta ekki spreytt sig í Superman-hlutverkinu oftar en gafst tækifæri til. Leikarinn var tiltölulega óþekktur þegar hann var ráðinn í burðarhlutverk stórmyndarinn...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn