Justin Bieber í Batman vs Superman?

bieberSöngvarinn Justin Bieber setti mynd af sér og handriti af Batman vs Superman á myndaforritið Instagram í gær. Á myndinni má sjá handritið, sem er merkt „Bieber“.

Netverjar telja þetta vera grín hjá Bieber og hafa margir tekið þátt í gríninu og sagt að ef Bieber fengi hlutverk í myndinni, þá myndi hann mögulega hljóta hlutverk Lois Lane. Þó hafa margir tekið þessu alvarlega og sagt að Batman sé búinn að vera, vegna þessara hörmunga.

Þegar glöggt er að gáð, þá kemur upp úr krafsinu að grínsíðan Funny or Die er að vinna með Bieber þessa dagana og er þetta eflaust tengt því.