Tvær nýjar hrollvekjur bitust um hylli áhorfanda sl. föstudag í bandarískum bíóhúsum. Sú sem hafði betur í þeim slag var The Final Destination með 10,9 milljónir Bandaríkjadala í tekjur en myndin sem lenti í öðru sæti var Halloween II, sem þénaði 7,6 milljónir dala.
The Final Destination var sýnd bæði í þrívídd og tvívídd, en alls var myndin sýnd í þrívídd í 1.678 bíósölum af þeim 3.121 sölum sem hún var sýnd í. Í frétt Variety kvikmyndablaðsins segir að The Final Destination hafi höfðað meira til kvenna, en Halloween ll hafi náð betur til karla.
Ólíkt hefðbundnum framhaldsmyndum sem yfirleitt gengur verr og verr í miðasölunni með hverri mynd, þá hefur hver ný mynd af Final Destination toppað þá síðustu.
Þessi frumsýningardagur var sá besti fyrir seríuna til þessa, og þénaði meiri pening en síðasta mynd sem frumsýnd var árið 2006, Final Destination 3 en 7,1 milljón Bandaríkjadala komu í kassann á frumsýningardegi hennar.
Þrátt fyrir að leikstjórinn Rob Zombie hafi aðeins náð öðru sæti á föstudaginn með Halloween ll, þá var samt um að ræða næst besta frumsýningardag í tekjum talið, fyrir dæmigerða hryllingsmynd, en síðasta Halloween mynd náði betri árangri og þénaði 10,9 milljónir dala árið 2007. Frumsýningardagurinn var heldur engin vonbrigði fyrir framleiðandann,Weinstein Co. þar sem framleiðsla myndarinnar kostaði aðeins 15 milljónir Bandaríkjadala.
Weinstein Co.áttu einnig myndina í þriðja sæti á aðsóknarlistanum, en það var sjálf Inglourious Basterdseftir Quentin Tarantino en 5,9 milljónir dala komu í kassann fyrir þá mynd á föstudaginn.
Fjórða sætið á aðsóknarlistanum á föstudaginn féll í skaut geimverumyndarinnar vinsælu District 9 sem fór beint á toppinn þegar hún var frumsýnd fyrir tveimur vikum.
Í fimmta sæti varð svo G.I. Joe: The Rise of Cobra.
Hér eru tvær myndir úr The Final Destination:


