Hathaway áhugasöm um Kattarkonu

Leikkonan Anne Hathaway, 33 ára, sem lék kattarkonuna, öðru nafni Selina Kyle, í Batman myndinni The Dark Knight Rises eftir Christopher Nolan, væri til í að smeygja sér í búning kattarkonunnar á ný.

6-dark-knight-rises-catwoman_610post

Í nýju samtali við kvikmyndaritið Variety segir hún: „Ég elskaði þessa persónu og skemmti mér frábærlega við að leika hana. Ég er samt ekki viss um hvernig það myndi verða þar sem Chris Nolan er búinn með sínar Batman myndir, og ég var hluti af þeim, en ég elska DC heiminn og það væri gaman að fá að endurtaka leikinn.“

En þó að hún hafi áhuga á hlutverkinu, þá er hún samt opin fyrir því að önnur leikkona taki við keflinu, en aðrar leikkonur sem leikið hafa kattarkonuna á undan Hathaway eru Michelle Pfeiffer, í Batman Returns, og Halle Berry í Catwoman.

„Það tilheyrir eiginlega, þegar þú tekur við keflinu af síðustu leikkonu, að rétta keflið áfram. Halle og Michelle sýndu mér mikið örlæti, og ég myndi gera það sömuleiðis við næstu leikkonu.“

Kattarkonan gæti mögulega sést næst í Batman mynd Ben Affleck, sem hann bæði leikur aðalhlutverk í og leikstýrir, þó ekkert hafi verið rætt um að sú persóna komi fram í þeirri mynd.

Viðtalið er hér fyrir neðan, og þar fyrir neðan er stikla úr The Dark Knight Rises: