Happy Feet 2 plakat lendir á netinu

Það ætti að kæta þá allra yngstu að framhald hinnar bráðskemmtilegu Happy Feet frá árinu 2006 er nú rétt handan við hornið, og nú fáum við sjá plakatið fyrir myndina.

Rétt eins og í Happy Feet fylgjumst við með dansandi mörgæsinni Mumble, en sonur hans, Erik, er eitthvað feiminn við að taka sporið. Erik flýr að heiman og rekst á hinn ótrúlega Sven, mörgæs sem flýgur, og þá þarf Mumble að taka á honum stóra sínum ef hann ætlar að endurheimta son sinn.

Eins og sést á plakatinu þverfótar maður ekki fyrir stjörnunum í myndinni, en meðal þeirra eru þeir Elijah Wood, Robin Williams, Matt Damon og Brad Pitt.