Giamatti sem Rhino í Spider-Man 2

Paul Giamatti er í viðræðum um að leika illmennið Rhino í framhaldi The Amazing Spider Man. Felicity Jones er einnig líkleg til að leika í myndinni, samkvæmt The Hollywood Reporter.

Rhino, hliðarsjálf Aleksei Mikhailovich Sytsevich, birtist fyrst árið 1966 í 41. tölublaði Köngulóarmannsins,

Giamatti hefur sést í mörgum myndum að undanförnu, þar á meðal Rock of Ages, Cosmopolis og John Dies at the End. Jones er þekkt fyrir hlutverk sín í The Tempest og Like Crazy.

Þeir sem hafa þegar verið ráðnir í Spider-Man-myndina eru Andrew Garfield, Emma Stone, Jamie Foxx (sem Electro), Shailene Woodley (sem Mary Jane Watson), Dane DeHaan og Martin Sheen. Myndin er væntanleg á hvíta tjaldið 2. maí á næsta ári.