Fyrsta stiklan úr Entourage

2006522163958.2305228_1000X1000Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni Entourage var opinberuð í dag. Myndin er byggð á samnefndum þáttum sem voru sýndir á HBO frá árinu 2004 til ársins 2011. Seríunni lauk þar sem Ari, persónu Jeremy Piven var boðið að stjórna kvikmyndaveri. Vince gifti sig og Eric vann aftur ástina í lífi sínu.

Með aðalhlutverk í myndinni fara þeir sömu og fóru með hlutverkin í þáttunum. Adrian Grenier, Kevin Connolly, Jerry Ferrara, Kevin Dillon og Jeremy Piven eru allir mættir til leiks.

Leikarinn Mark Wahlberg er einn af framleiðundum myndarinnar og fer einnig með lítið hlutverk í myndinni.

Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni.

 

Stikk: