Fullorðinn Bangsímonstrákur fær ekki Arterton

Gemma Arterton mun ekki leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Christopher Robin. Umboðsmenn leikkkonunnar höfðu verið í viðræðum við myndverið síðustu vikur, en samningaviðræður fóru út um þúfur.

Í myndinni leikur Ewan McGregor titilhlutverkið, strákinn úr sögunni um Bangsímon eftir A.A. Milne, sem nú er orðinn fullorðinn. Leikstjóri myndarinnar er Marc Forster.

 

Robin hefur í myndinni glatað ímyndunarafli sínu og er nú athafnamaður, sem einbeitir sér að vinnunni og framanum ( Bangsímon og félagar munu koma fram í myndinni ).

Tökur eiga að hefjast síðar í sumar í Bretlandi.

Óskarsverðlaunaði handritshöfundurinn Allison Schroeder ( Hidden Figures ) vann síðast að handritinu, en áður höfðu þeir Alex Ross og Tom McCarthy unnið að fyrri uppköstum.

Nýjasta mynd Arterton er Their Finest, sem er drama úr Seinni heimsstyrjöldinni, leikstýrt af Lone Scherfig ( An Education ) með þeim Sam Claflin og Bill Nighy í öðrum hlutverkum. Hún er einnig með The Escape í vinnslu þar sem hún leikur á móti Dominic Cooper.