Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

An Education 2009

Frumsýnd: 5. febrúar 2010

Innocence of the Young.

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 85
/100

Jenny er að nálgast 17 ára afmælið og er með stefnuna Oxford en draumarnir breytast þegar hún hittir hinn veraldarvana David sem kennir henni að lifa lífinu. Hið ljúfa líf er hins vegar ekki ókeypis og spurning hvaða verði það sé keypt. Menntun er ekki bara skóli.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Frábær lærdómur
An education er verðlaunamynd frá árinu 2009, handritið er eftir Nick Hornby en er byggð á reynslu stelpu frá árinu 1961.

Myndin fjallar um London skólastelpuna Jenny sem Carey Mulligan leikur frábærlega og átti virkilega skilið óskarsverðlauna tilnefningu fyrir. Hún kynnist miðaldra manninum David ( Peter Sarsgaard) sem heillar hana upp úr skónum. Hann kynnir hana fyrir djassbúllum, kvikmyndum, bókum og heillandi borginni París. Hann lætur hana alveg gleyma náminu sínu þar sem hún er afburðarnemandi og stefnir á Oxford. Bráðum þarf hún að velja á milli hans og framtíðardrauma sinna og taka afleiðingum ákvörðunar sinnar.

Þessi mynd er frábær og fjallar um einstaklega áhugavert tímabil í Bretlandi þar sem að unglingar fóru mikið í uppreisn. Hugmyndin að skólastelpa falli fyrir mun eldri manni virkar virkilega vel hér og er chemistryið á milli Carey Mulligan og Peter Saarsgard virkilega gott.
Áhorfandinn verður líka mjög spenntur yfir hvaða ákvörðun Jenny tekur í endann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mulligan er æðisleg, myndin bara fín
Það er svo sérstakt hvernig ein frammistaða getur gert heila kvikmynd áhorfsins virði, sérstaklega þegar myndin sjálf er ekkert svo sérstök. Ég myndi sko glaðlega fjárfesta 95 mínútum í hana aftur bara vegna þess að Carey Mulligan er svo frábær í henni. Ég skal ekki hika við að segja það, ég er orðinn ástfanginn af henni, og persónulega set ég hana við hliðina á Audrey-unum tveimur (Hepburn og Tautou) sem einhver indælasta og mest sjarmerandi leikkona sem ég hef séð bera uppi heila mynd. Við erum ekki að ræða um einhvern átakalegan dramaleik hérna, heldur eitthvað mun lágstemmdara en ekki síður merkilegra. Persóna hennar, Jenny, er einhver eftirminnilegasta og best skrifaða kvenpersóna sem ég hef séð undanfarna tíð. Hún er athyglisverð, gáfuð en umfram allt skemmtileg og einlæg. Maður nýtur þess að fylgjast með henni og kann vel við hana frá fyrstu mínútu. Það er auðvitað svekkjandi að segja að myndin sjálf sé ekki eins minnistæð og persóna hennar.

An Education er samt fín mynd. Hún er hugguleg, raunsæ, stundum hress (talandi um "upbeat" byrjunarlag!) og rosalega vel leikin. Mulligan er ekki sú eina sem stendur sig eins og hetja heldur eru allir leikararnir góðir (þeir fá bara mismikið til að vinna úr) enda mestmegnis fagfólk hér til staðar. Bara verst hvað myndin er ofureinföld og fyrirsjáanleg. Fyrirfram gat ég ekki annað en verið pínu spenntur vegna þess að Nick Hornby skrifaði handritið á myndinni. Hornby er einmitt einn af mínum uppáhalds bókahöfundum. Ég elska hvernig hann byggir upp sambönd og nær að finna jafnvægi á milli húmors og drama. Hingað til hefur heldur ekki gengið illa að kvikmynda bækur eftir hann. Þessi mynd er samt voða hefðbundin að flestu leyti, og það eina sem Hornby fær stig fyrir hjá mér er hvernig hann meðhöndlar persónusköpunina hjá Jenny.

Þessi mynd hitti ekki nógu mikið í hjartastað hjá mér. Það vantaði aðeins meiri húmor og eftirminnilegri endi jafnvel. Yfir heildina mæli ég með myndinni útaf einni áberandi ástæðu, og ég vona að stelpan fái Óskarstilnefningu fyrir hlutverkið. Ég tæki brjálæðiskast ef annað myndi gerast.

7/10

Og já... Þetta með bananann var SVO... rangt. Peter Sarsgaard má skammast sín.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.06.2017

Fullorðinn Bangsímonstrákur fær ekki Arterton

Gemma Arterton mun ekki leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Christopher Robin. Umboðsmenn leikkkonunnar höfðu verið í viðræðum við myndverið síðustu vikur, en samningaviðræður fóru út um þúfur. Í myndinni leik...

06.10.2011

30 rip-off plaköt

Kvikmyndabransinn er oft kenndur fyrir að endurvinna hugmyndir, handrit og jafnvel heilu bíómyndirnar. Plakötin eru engin undantekning. Hér eru 30 plaköt sem eru, vægast sagt, svipuð. Betrayed vs Basic Instinct Madhouse vs Cheaper By The Dozen...

12.09.2011

Fassbender sigrar í feneyjum

Hinn þýsk ættaði leikarinn Michael Fassbender er á rjúkandi uppleið frá og með þessu ári. Gagnrýnendur og áhorfendur voru yfir sig ánægðir frammistöðu hans í X-Men: First Class fyrr á þessu ári og hefur sjaldan ve...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn