Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM
Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)
Sumar myndir koma manni í frábært skap og danska dogmamyndin Italiensk for begyndere er ein af þeim. Myndin segir okkur sögu 6 einstaklinga sem virðast eiga það eitt sameiginlegt að sækja námskeið í ítölsku einu sinni í viku. En eftir því sem þau kynnast nánar á ýmislegt eftir að koma skemmtilega á óvart. Italiensk for begyndere er virkilega mannleg mynd og segir okkur sögu sem gæti allt eins verið sönn. Persónusköpunin er frábær og allar persónurnar eru áhugaverðar. Virkilega góð mynd sem skilur mikið eftir sig.