Gemma Arterton er vampíra í Byzantium

Ný stikla er komin í loftið úr vampírumyndinni Byzantium. Gemma Arterton og Saoirse Ronan leika vampírumæðgur sem eru á flótta.

Leikstjóri er Neil Jordan, sem einnig gerði Interview With The Vampire árið 1994 með Brad Pitt og Tom Cruise í stórum hlutverkum.

Aðrir leikarar í Byzantium eru Jonny Lee Miller,  Sam Riley, Landry Jones og Daniel Mays.

Nýjasta mynd Gemma Arterton er Hansel & Gretel: Witch Hunters sem fór á toppinn í Norður-Ameríku fyrir skömmu.

Hér er stiklan fyrir Byzantium, sem  kemur í bíó í Bretlandi 13. júní.