Fullorðinn Bangsímonstrákur fær ekki Arterton

Gemma Arterton mun ekki leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Christopher Robin. Umboðsmenn leikkkonunnar höfðu verið í viðræðum við myndverið síðustu vikur, en samningaviðræður fóru út um þúfur. Í myndinni leikur Ewan McGregor titilhlutverkið, strákinn úr sögunni um Bangsímon eftir A.A. Milne, sem nú er orðinn fullorðinn. Leikstjóri myndarinnar er Marc Forster.   Robin hefur í myndinni glatað ímyndunarafli […]

Gemma Arterton er vampíra í Byzantium

Ný stikla er komin í loftið úr vampírumyndinni Byzantium. Gemma Arterton og Saoirse Ronan leika vampírumæðgur sem eru á flótta. Leikstjóri er Neil Jordan, sem einnig gerði Interview With The Vampire árið 1994 með Brad Pitt og Tom Cruise í stórum hlutverkum. Aðrir leikarar í Byzantium eru Jonny Lee Miller,  Sam Riley, Landry Jones og […]

Hans og Gréta veiða nornir – rauðmerkt stikla

Ný rauðmerkt stikla ( Red Band trailer ) er komin fyrir spennu-ævintýramyndina Hansel and Gretel Whitch Hunters, eða Nornaveiðimennirnir Hans og Gréta. Myndin er væntanleg í bíó 25. janúar nk. í Bandaríkjunum en  8. febrúar hér á landi. Rauðmerktar stiklur eru þannig að í þeim getur birtst grófara efni en í venjulegum stiklum, þannig að […]

Gemma verður Gréta: 15 árum síðar

Kvikmyndaleikkonan Gemma Arterton, sem þekkt er fyrir leik sinn m.a. í Prince of Persia og Clash of the Titans, hefur tekið að sér hlutverk Grétu í mynd sem gera á eftir hinu kunna Grimms ævintýri, Hans og Grétu. Fyrirfram var talið að Karlar sem hata konur leikkonan Noomi Rapace myndi fá hlutverkið, en hvort sem […]

Neeson talar um Clash of the Titans 2

Liam Neeson, sem fór með hlutverk Seifs í stórmyndinni Clash of the Titans, hefur nú staðfest að framhaldið er í vinnslu. Í nýlegu viðtali segir Neeson frá því að unnið er hörðum höndum að handritinu og að myndin muni bera heitið Wrath of the Titans. Clash of the Titans kom út fyrr á þessu ári […]

Worthington vill fá slöngulokka í næstu Clash of the Titans

Kvikmyndaleikarinn Sam Worthington vonar að framhaldið af Clash of the Titans, muni „leiðrétta mistökin“ sem gerð voru í fyrstu myndinni. Hinn ástralski Worthington, sem einnig hefur leikið í stórmyndunum Terminator og Avatar, lék Perseus í fyrstu Clash of the Titans. Gagnrýnendur hökkuðu myndina í spað, en áhorfendur voru á öðru máli og flykktust í bíó […]