Þriðja vikan á toppinum

Spennumynd Paul Thomas Anderson, One Battle After Another, sem hefur verið að fá frábærar viðtökur um allan heim, og margir spá sjálfum Óskarsverðlaununum, situr nú á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans þriðju vikuna í röð.

Í öðru sæti er framtíðarmyndin Tron: Ares, ný á lista.

Þriðja sætið vermir svo fjölskyldumyndin um dúkkuhúsið hennar Gabbýar.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: