Teiknimyndin Hundmann gerði sér lítið fyrir og tók toppsæti íslenska bíóaðsóknarlistans af Bridget Jones Mad About the Boy um síðustu helgi en Hundmann var í öðru sæti vikuna á undan.
Myndirnar höfðu því sætaskipti.

2.500 mættu í bíó til að sjá Hundmann en rúmlega 1.300 manns komu á Bridget Jones.
Í þriðja sæti aðra vikuna í röð er svo Captain America: A Brave New World.
Óskarsmyndir
Nýju kvikmyndirnar, Óskarsverðlaunamyndirnar A Real Pain og The Brutalist, lentu í áttunda og níunda sæti listans.
Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan:

