Þriðja bangsavikan á toppinum

Bangsinn Paddington í kvikmyndinni Paddington í Perú er þriðju vikuna í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans og skákar þar með nýju myndunum The Damned, Companion og Better Man sem röðuðu sér í fjórða, sjötta og áttunda sæti listans um síðustu helgi.

Í öðru sæti er hin stórgóða ævisögulega mynd um Bob Dylan, A Complete Unknown, og í þriðja sæti er gömul toppmynd listans, Sonic The Hedgehog 3.

Sjáðu topplistann í heild sinni hér fyrir neðan: