Frozen 2 lang vinsælust aðra vikuna í röð

Frozen 2 ber aðra vikuna í röð höfuð og herðar yfir aðrar kvikmyndir á íslenska bíóaðsóknarlistanum, en tekjur af sýningum myndarinnar námu rúmum ellefu milljónum króna nú um nýliðna helgi.

Vinsæl teiknimynd.

Næst vinsælasta kvikmyndin, Knives Out, sem er ný á lista, fékk til samanburðar aðeins tæpar 1,6 milljónir króna í kassann.

Þriðja sætið fellur svo Ford V Ferrari í skaut, en hún sígur niður um eitt sæti á milli vikna.

Þrjár aðrar nýjar kvikmyndir eru á aðsóknarlistanum þessa vikuna. Í fimmta sætinu situr Countdown, í því sjötta er The Good Liar og beint í ellefta sætið fer Proceder.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: