Nýtt í bíó í janúar

Hér fyrir neðan má sjá þær nýju myndir sem væntanlegar eru í bíó til 1. febrúar. Einnig er gullmolar sýndir reglulega en fylgjast má með þeirri dagskrá hér.

Þetta eru myndir af margvíslegu tagi, þar á meðal ein íslensk! ( ATH. BIRT MEÐ FYRIRVARA ÞVÍ DAGSETNINGAR GETA BREYST):

23. JANÚAR

A Complete Unknown (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.7
Rotten tomatoes einkunn 77%

Myndin gerist í iðandi listasenu New York borgar á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar. Við fylgjumst með hinum nítján ára gamla þjóðlagasöngvara Bob Dylan frá Minnesota og risi hans til frægðar og frama....

Átta tilnefningar til Óskarsverðlauna, þ.á.m. Timothée Chalamet fyrir hlutverk Bob Dylan.

The Count of Monte-Cristo (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.6
Rotten tomatoes einkunn 96%

Edmond Dantes er ranglega handtekinn og fangelsaður á brúðkaupsdegi sínum fyrir glæp sem hann ekki framdi. Eftir fjórtán ár í grjótinu, á eyjunni Château d’If, tekst honum að flýja og tekur upp nafnið Greifinn af Monte-Cristo. Hann ákveður að hefna sín á mönnunum þremur sem ...

Flight Risk (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Flugmaður og lögreglufulltrúi eru að fylgja eftirlýstum manni í réttarhöld. Á leið yfir óbyggðir Alaska eykst spennan um borð og það reynir á traust milli manna. Svo virðist sem einhverjir í vélinni séu að villa á sér heimildir....

30. JANÚAR

Companion (2025)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Iris kemst að hræðilegu leyndarmáli þegar henni er boðið í helgarferð í sveitasetur kærasta síns niður við vatnið....

Better Man (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.7
Rotten tomatoes einkunn 88%

Saga breska tónlistarmannsins Robbie Williams allt frá barnæsku og þar til hann varð yngsti meðlimur strákabandsins vinsæla Take That og sló síðar aftur í gegn sem tónlistarmaður undir eigin nafni. Á sama tíma mætti hann ýmsum áskorunum sem fylgdu frægðinni. ...

The Damned (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.9
Rotten tomatoes einkunn 90%

Ekkja á nítjándu öld þarf að taka erfiða ákvörðun, einn sérlega erfiðan vetur, þegar skip sekkur skammt frá fátækum íslenskum sveitabæ. Allar tilraunir til að bjarga áhöfninni munu hafa áhrif á matarforða bæjarins, þar sem íbúar svelta. ...