Djúpið sigurvegari Eddu-verðlaunahátíðarinnar

Kvikmyndin Djúpið var kosin kvikmynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni sem fram fór með pompi og prakt í Hörpu fyrr í kvöld, laugardagskvöldið 16. febrúar

Djúpið hlaut samtals ellefu Eddur á hátíðinni, meðal annars fyrir kvikmyndatöku, klippingu og leikstjórn.

Svartur á leik hlaut þrenn verðlaun, fyrir Handrit ársins og leikara og leikkonu í aukahlutverki, sem féll í skaut Maríu Birtu Bjarnadóttur og Damon Younger. Ólafur Darri Ólafsson í Djúpinu og Sara Dögg Ásgeirsdóttir í Pressu voru hins vegar valin leikari og leikkona ársins í aðalhlutverki.

Pressa 3 var valið leikið sjónvarpsefni ársins og titillinn sjónvarpsmaður ársins, sem áhorfendur völdu í símakosningu á meðan á útsendingu Eddunar stóð, kom í hlut Björns Braga Arnarssonar í Týndu kynslóðinni.

Hér að neðan er upptalning á öllum þeim verkum og einstaklingum sem voru tilnefnd til verðlauna. Verðlaunahafar eru feitletraðir.

Barnaefni
Algjör Sveppi – sería 5
Ávaxtakarfan
Stundin okkar

Brellur
Björn Daníel Svavarsson, Steindinn okkar 3
Daði Einarsson, Djúpið
Haukur Karlsson (hefðbundnar brellur), Svartur á leik

Búningar
Helga I. Stefánsdóttir, Djúpið
Margrét Einarsdóttir, Svartur á leik
María Theodora Ólafsdóttir, Ávaxtakarfan

Frétta- eða viðtalsþáttur
Glettur
Kastljós
Landinn
Málið
Neyðarlínan

Gervi
Harpa Káradóttir / Sara Bergmann, Steindinn okkar 3
Ragna Fossberg, Djúpið
Steinunn Þórðardóttir, Svartur á leik

Handrit
Jón Atli Jónasson / Baltasar Kormákur, Djúpið
Óli Jón Gunnarsson, Gunna
Jóhann Ævar Grímsson / Margrét Örnólfsdóttir / Óskar Jónasson / Sigurjón Kjartansson, Pressa 3
Óskar Þór Axelsson, Svartur á leik
Ragnhildur Sverrisdóttir / Sölvi Tryggvason / Þór Jónsson / Sævar Guðmundsson, Sönn íslensk sakamál

Heimildamynd
Amma Lo-fi: Kjallaraspólur Sigríðar Níelsdóttur
Hrafnhildur – Heimildamynd um kynleiðréttingu
Hreint hjarta
Íslensku björgunarsveitirnar
Sundið

Hljóð
Huldar Freyr Arnarson, Svartur á leik
Kjartan Kjartansson / Ingvar Lundberg, Djúpið
Pétur Einarsson, Pressa 3

Klipping
Grímur Hákonarson / Steinþór Birgisson, Hreint hjarta
Guðni Hilmar Halldórsson / Jakob Halldórsson, Pressa 3
Kristján Loðmfjörð, Svartur á leik
Sverrir Kristjánsson / Elísabet Rónaldsdóttir, Djúpið
Sævar Guðmundsson, Sönn íslensk sakamál

Kvikmynd
Djúpið
Frost
Svartur á leik

Kvikmyndataka
Arnar Þórisson, Pressa 3
Bergsteinn Björgúlfsson, Djúpið
Bergsteinn Björgúlfsson, Svartur á leik
G. Magni Ágústsson, ÍKS, Wallander Before the Frost
Karl Óskarsson, Sailcloth

Leikari í aðalhlutverki
Björn Thors, Frost
Jóhannes Haukur Jóhannesson, Svartur á leik
Kjartan Guðjónsson, Pressa 3
Ólafur Darri Ólafsson, Djúpið
Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Svartur á leik

Leikari í aukahlutverki    
Björn Thors, Djúpið
Damon Younger, Svartur á leik
Stefán Hallur Stefánsson, Djúpið
Theodór Júlíusson, Djúpið
Þorsteinn Bachmann, Pressa 3

Leikið sjónvarpsefni
Áramótaskaup sjónvarpsins 2012
Mið Ísland
Pressa 3

Leikkona í aðalhlutverki    
Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Frost
Elin Petersdottir, Stars Above
Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Pressa 3

Leikkona í aukahlutverki    
Arndís Hrönn Egilsdóttir, Pressa 3
María Birta Bjarnadóttir, Svartur á leik
Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir, Djúpið

Leikmynd
Atli Geir Grétarsson, Djúpið
Haukur Karlsson, Svartur á leik
Linda Mjöll Stefánsdóttir, Ávaxtakarfan

Leikstjóri
Baltasar Kormákur, Djúpið
Grímur Hákonarson, Hreint Hjarta
Óskar Jónasson, Pressa 3
Óskar Þór Axelsson, Svartur á leik
Reynir Lyngdal, Frost

Menningar- eða lífsstílsþáttur
Djöflaeyjan
Hljómskálinn
Kiljan
Með okkar augum
Tónspor

Skemmtiþáttur
Andraland
Dans Dans Dans 2
Hraðfréttir
Spurningabomban
Steindinn okkar 3

Stuttmynd
Brynhildur og Kjartan
Fórn
Sailcloth

Tónlist
Ben Frost / Daníel Bjarnason, Djúpið
Frank Hall, Svartur á leik
Hallvarður Ásgeirsson, Hreint hjarta
Hilmar Örn Hilmarsson / Örn Eldjárn, Mona
Hjaltalín, Days of Gray