Directors Guild of America valdi í gær Ethan og Joel Cohen sem bestu leikstjórana árið 2007, en þeir leikstýrðu myndinni No Country for Old Men eins og margir vita. Verðlaunin eru þekkt fyrir það að gefa góða vísbendingu um hver vinnur verðlaun á óskarnum.
Coen bræðurnir sigruðu í þessu kapphlaupi Paul Thomas Anderson sem leikstýrði There will be Blood, Sean Penn sem leikstýrði Into the Wild, Tony Gilroy sem leikstýrði lögfræðiþrillernum Michael Clayton og Julian Schnapel sem leikstýrði The Diving Bell and the Butterfly.
„Það er frábært að fá viðurkenningu frá gagnrýnendum og áhorfendum fyrir verk sín, en það er eitthvað við það að vera viðurkenndur af jafningjum sínum sem eru að vinna við það sama og við gerum alla daga“, sagði Joel Cohen.
DGA gáfu fyrst þessi verðlaun árið 1949 og aðeins 6 verðlaunahöfum hefur mistekist að vinna óskarinn eftir að hafa fengið þessi verðlaun, en þetta sannaðist núna síðast í fyrra þegar Martin Scorsese fyrir The Departed.

