Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ferðalag aftur til fortíðar
Horfði á There will be blood aftur. Og finnst þetta ekki besta myndin hans P.T.A. Fannst karakterinn alveg æðislegur og myndin sýndi okkur lauslega inn í heim olíuborana og guðsæsingsins sem átti sér stað vestanhafs í denn. Það er lítið hægt að setja út á leikinn, Paul Dano, varð stundum hálf kjánalegur, en aðalleikarinn tók ekki feilspor. Myndræn vinnsla var mjög góð, og greinilega lagt mikið í myndina. Einnig var tónlistin mjög góð, en full súr á köflum. Mér fannst vanta eitthvað, veit ekki hvað. Mæli hiklaust með þessari mynd, þótt hún sé dáldið spes. En það sem hélt henni var alveg rosalega góður leikur.
Fyndið, þessi og No Country for Old Men, hafa báðar mjög óhefðbundið handrit að spila úr, en vinna næstum því allt samt!
3 gúrkur af 5
Horfði á There will be blood aftur. Og finnst þetta ekki besta myndin hans P.T.A. Fannst karakterinn alveg æðislegur og myndin sýndi okkur lauslega inn í heim olíuborana og guðsæsingsins sem átti sér stað vestanhafs í denn. Það er lítið hægt að setja út á leikinn, Paul Dano, varð stundum hálf kjánalegur, en aðalleikarinn tók ekki feilspor. Myndræn vinnsla var mjög góð, og greinilega lagt mikið í myndina. Einnig var tónlistin mjög góð, en full súr á köflum. Mér fannst vanta eitthvað, veit ekki hvað. Mæli hiklaust með þessari mynd, þótt hún sé dáldið spes. En það sem hélt henni var alveg rosalega góður leikur.
Fyndið, þessi og No Country for Old Men, hafa báðar mjög óhefðbundið handrit að spila úr, en vinna næstum því allt samt!
3 gúrkur af 5
Í fyrra snérist allt talið um There Will Be Blood og No Country For Old Men. Það var slegist harkalega um hvor væri betri en eins og allir vita tók No Country stærstu óskarsverðlaunin. There Will Be Blood var tilnefnd til 8 slíkra og fékk tvö, fyrir kvikmyndatöku og besta karl leikara í aðalhlutverki, Daniel Day-Lewis. Einhvernveginn tókst mér ekki að sjá þesssa mynd fyrr en núna, ekki spyrja hvernig. Ég sé núna að sama hversu góður Javier Bardem var í No Country þá átti enginn séns í Lewis. Það er nánast hægt að slá því á fast að maðurinn er besti leikari síðustu ára með myndir á bakinu eins og My Left Foot, In The Name Of The Father, The Last of the Mohicans og núna There Will Be Blood.
Myndin er löng og hæg en mér leiddist aldrei. Maður komst vel inn í heim olíuboranna um aldmótin 1900. Allar aðstæður og vinnubrögð voru greinilega mjög vandaðar og virkuðu raunverulegar. Auk Lewis var Paul Dano (Little Miss Sunshine) frábær í hlutverki klikkaða preststráksins, hann er að stimpla sig vel inn í Hollywood. Allt í allt, í stuttu máli, þessi mynd er meistaraverk!
Paul Thomas Anderson er orðinn einn besti leikstjórinn í dag, engin spurning.
Ekki beint fjölskylduskemmtun og þó??
There Will Be Blood er klárlega besta mynd ársins hingað til. Handritið, karakterarnir og myndatakan er algjör snilld. Danny Day - Lewis leikur sitt hlutverk snilldar vel og ekki voru Ciarán Hinds og Paul Dano síðri. mæli með þessari mynd fyrir alla sem langar að eiga frábært kvöld.
There Will Be Blood er klárlega besta mynd ársins hingað til. Handritið, karakterarnir og myndatakan er algjör snilld. Danny Day - Lewis leikur sitt hlutverk snilldar vel og ekki voru Ciarán Hinds og Paul Dano síðri. mæli með þessari mynd fyrir alla sem langar að eiga frábært kvöld.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Paramount Vantage
Kostaði
$25.000.000
Tekjur
$77.208.711
Vefsíða:
www.paramountvantage.com/blood/
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
22. febrúar 2008
- Plainview: If you have a milkshake, and I have a milkshake, and I have a straw. There it is, that's a straw, you see? You watching? And my straw reaches acroooooooss the room, and starts to drink your milkshake... I... drink... your... milkshake!