Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Into the Wild 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 15. febrúar 2008

Into the heart Into the soul

148 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 83% Critics
The Movies database einkunn 73
/100
Tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna. Jay Cassidy fyrir klippingu og Hal Holbrook fyrir meðleik.

Christopher McCandless (Hirsch) var afburðarnemandi og góður íþróttamaður. Þess vegna kom það mörgum á óvart þegar hann losaði sig við allar sínar veraldlegu eigur, gaf ævisparnaðinn sinn til góðgerðamála og hélt af stað til Alaska þar sem hann ætlaði að lifa aleinn í óbyggðunum. Á leið sinni til Alaska hitti hann fyrir marga sérstaka karaktera... Lesa meira

Christopher McCandless (Hirsch) var afburðarnemandi og góður íþróttamaður. Þess vegna kom það mörgum á óvart þegar hann losaði sig við allar sínar veraldlegu eigur, gaf ævisparnaðinn sinn til góðgerðamála og hélt af stað til Alaska þar sem hann ætlaði að lifa aleinn í óbyggðunum. Á leið sinni til Alaska hitti hann fyrir marga sérstaka karaktera sem höfðu mikil áhrif á hann. Það er ekki laust við að hann hafi líka haft áhrif á marga þeirra, með ákvörðun sinni um að umbylta lífi sínu. Þegar hann loksins komst til Alaska byrjaði hættuförin fyrir alvöru og hann komst að því að baráttan við náttúruöflin er enginn hægðarleikur. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og er uppfull af spennuþrungnum lýsingum. Mun honum takast að snúa við til sinna fyrri heima eða týnir hann lífinu í óbyggðum? Þetta er einstök saga af manni sem gerir upp lífsferil sinn og lærir það að hamingjan er einskis virði nema maður hafi einhvern til að deila henni með.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þessi mynd fær mann til að virkilega hugsa um hvernig maður ætti að lifa sínu lífi. Þetta er sannsöguleg mynd um venjulegan strák sem ákveður, í stað þess að fara í Harvard, að gefa skólasjóðinn sinn ($24.000) til góðgerðarmála. Hann lætur sig í kjölfarið hverfa, án þess að kveðja fjölskylduna og fer einn í ferðalag út í buskann. Meðal annars fer hann á kajak til Mexíkó og býr í óbyggðum Alaska. Á leiðinni kynnist hann ýmsu fólki og sér magnaða hluti með misjöfnum afleiðingum. Emile Hirsch er frábær í aðalhlutverkinu. Það er stutt síðan ég sá hann í Alpha Dog, mjög góður ungur leikari hér á ferð. Sean Penn stimplar sig inn sem alvöru leikstjóra með þessari mynd.

Eddie Vedder (Pearl Jam) sér um alla tónlist í myndinni. Það eitt og sér bætir við mikilli dýpt og er næg ástæða til að sjá myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Little Miss Sunshine ársins 2007
Ég er einn af mörgum sem var búinn að bíða lengi eftir þessari mynd og má því segja að væntingarnar hafi verið mjög miklar. Sean Penn tekst ótrúlega vel þar sem hann situr í fyrsta skipti í leikstjórastólnum og handritið er frábært einnig. Ég er ekki frá því að Hirsch sé einn af mínum uppáhaldsleikurum eftir að ég sá þessa mynd.

Myndin er rosalega róleg en hún nær að ríghalda manni við skjáinn með flottum skotum, áhugaverðum persónum og fleiru. Myndin er í raun lífssaga eins manns, og frá upphafi til loka nær sagan algerlega að fanga þann sem horfir á og persónurnar sem hann hittir á leiðinni eru hverri annarri áhugaverðari og skemmtilegri. Svo skemmir ekki að Pearl Jam er sett í að tengja saman atriðin (þið fattið þetta sem hafið nú þegar séð myndina!)

Ástæðan fyrir því að ég kalla þetta Little Miss Sunshine ársins 2007 er að hún er svipuð þroskasaga og hún, þó svo að þær eigi lítið annað sameiginlegt en að vera vegamyndir. Þetta er líka lítil og sæt indie mynd og vonandi að hún haldi sér þannig því það hjálpar uppá það álit sem maður hefur á henni. Hún er þó, þrátt fyrir þetta, smá (bara smá!) langdregin og því fær hún 3 og 1/2 stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn