Into the Wild
2007
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 15. febrúar 2008
Into the heart Into the soul
148 MÍNEnska
83% Critics
89% Audience
73
/100 Tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna. Jay Cassidy fyrir klippingu og Hal Holbrook fyrir meðleik.
Christopher McCandless (Hirsch) var afburðarnemandi og góður íþróttamaður. Þess vegna kom það mörgum á óvart þegar hann losaði sig við allar sínar veraldlegu eigur, gaf ævisparnaðinn sinn til góðgerðamála og hélt af stað til Alaska þar sem hann ætlaði að lifa aleinn í óbyggðunum. Á leið sinni til Alaska hitti hann fyrir marga sérstaka karaktera... Lesa meira
Christopher McCandless (Hirsch) var afburðarnemandi og góður íþróttamaður. Þess vegna kom það mörgum á óvart þegar hann losaði sig við allar sínar veraldlegu eigur, gaf ævisparnaðinn sinn til góðgerðamála og hélt af stað til Alaska þar sem hann ætlaði að lifa aleinn í óbyggðunum. Á leið sinni til Alaska hitti hann fyrir marga sérstaka karaktera sem höfðu mikil áhrif á hann. Það er ekki laust við að hann hafi líka haft áhrif á marga þeirra, með ákvörðun sinni um að umbylta lífi sínu. Þegar hann loksins komst til Alaska byrjaði hættuförin fyrir alvöru og hann komst að því að baráttan við náttúruöflin er enginn hægðarleikur. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og er uppfull af spennuþrungnum lýsingum. Mun honum takast að snúa við til sinna fyrri heima eða týnir hann lífinu í óbyggðum? Þetta er einstök saga af manni sem gerir upp lífsferil sinn og lærir það að hamingjan er einskis virði nema maður hafi einhvern til að deila henni með.... minna