Náðu í appið
The Indian Runner

The Indian Runner (1991)

2 klst 7 mín1991

Sorgarsaga af tveimur bræðrum sem eiga erfitt með að sætta sig við ólíka sýn hvors annars á lífið.

Rotten Tomatoes76%
Metacritic56
Deila:
The Indian Runner - Stikla
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiVímuefniVímuefniBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Sorgarsaga af tveimur bræðrum sem eiga erfitt með að sætta sig við ólíka sýn hvors annars á lífið. Annar sér hið illa í öllu og öllum, og er ofbeldisfullur, félagsfælinn og ófær um að meta eða njóta góðra hluta, eins og bróðir hans reynir í örvæntingu að benda honum á. Frank lítur á grimmdina í lífinu eins og stóra mynd; Joe gerir það ekki. Joe er ánægður með lífið og kann að meta litlu daglegu hlutina: börn, fjölskyldu og rútínu. Joe heldur ranglega að hann geti bjargað bróður sínum og sannfært hann um að lífið sé gott. Frank hefur á sér bölvun. Það togast á í honum ást hans á bróður sínum, og andúð á eigin duttlungum. Úr verður sorgleg saga um hjartasár, vonbrigði, örvæntingu, og hina harmrænu hlið ástarinnar.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Bruce Springsteen
Bruce SpringsteenHandritshöfundur

Aðrar myndir

Gagnrýni notenda (1)

★★★★☆

Myndin segir fra tveimur olikum bræðrum og tengslum þeirra við hvorn annan. Annar er lögreglumaður i smábæ i Nebraska en hinn er nýkominn til baka frá Víetnam og er með talsverð vandamál...

Framleiðendur

NHKJP
Mico
Mount Film Group
MGM-Pathé CommunicationsUS
Metro-Goldwyn-MayerUS