Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Diving Bell and the Butterfly 2007

(Le Scaphandre et le papillon)

Frumsýnd: 29. febrúar 2008

Let your imagination set you free

112 MÍNFranska
Rotten tomatoes einkunn 94% Critics
The Movies database einkunn 92
/100
4 óskarstilnefningar. Önnur 28 verðlaun og 28 tilnefningar.

Sönn saga af ritstjóra tímaritsins Elle, Jean-Dominique Bauby sem fær slag og þarf að lifa nær algjörlega lamaður. Það eina sem ekki er lamað er vinstra auga hans. Með því að nota einungis þetta eina auga, skrifar hann æviminningar sínar og lýsir sínum innri upplifunum og því hvernig er að vera fangi í eigin líkama.

Aðalleikarar

Einfaldleikinn skín í gegn
Myndin er einföld saga frá manni sem lifði hálfmögnuðu lífi eftir heilablóðfall sem skildi hann eftir lamaðan allsstaðar nema á vinstra auganu (og augnlokinu þar með). Það sem mér finnst skilja mest eftir sig af þessari mynd er einfaldleikinn sem skín í gegn og heldur sér algerlega út myndina. Leikurinn er frábær og klippingin og myndatakan er (fokkin) geðsjúk! Mér finnst myndin ekki endilega fjalla um ömurleika þess að vera fastur í sínum eigin líkama, heldur finnst mér hún fjalla meira um líf hans sem persónu og hans leiðir til að kljást við þessi atriði sem hefta honum svo mikið. Strax og myndin verður of bjartsýn í flassbökkum Bauby til lífsins sem hann lifði fyrir heilablóðfallið þá kemur snilldarklipping sem kippir manni aftur niður á jörðina og sýnir manni svellkaldan raunveruleikan eins og hann er þar sem Bauby er fastur á sjúkrahúsi. Myndin nær að fanga innilokunarkenndina rosalega vel og tekst í raun mjög vel í flestum hlutum sem hún tekur fyrir.

Schnabel hefði hins vegar getað hamrað miklu betur á 1.persónu lúkkinu sem mér fannst svo flott og einnig farið betur inná einfaldleika umhverfisins(ekki það að ég geti skýrt það út nánar). Það fór líka rosalega mikið í taugarnar á mér hvað hann kafaði ekki nógu djúpt í persónurnar sem voru í kringum Bauby út myndina, t.d. svarta manninn sem var alltaf að heimsækja hann eða Beirut gaurinn í flugvélinni.

Þessi mynd reynir talsvert á þolinmæði því það er óhætt að segja það að hún sé ekki beint venjuleg mynd, þannig að hún er alls ekki fyrir alla. Klárlega ein af betri myndum ársins 2007, og persónulega fannst mér hún eiga Óskarinn meira skilið en La vie en Rose. 7.5/10 - 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.08.2016

100 bestu myndir 21. aldarinnar

Ný könnun ríkisútvarpssins breska BBC, leiðir í ljós að besta mynd aldarinnar sem við lifum nú á, þeirrar 21., er Mulholland Drive frá árinu 2002 eftir David Lynch. Þó einungis séu liðin 16% af öldinni, þá streyma...

13.06.2013

Redmayne verður Stephen Hawking

Les Miserables leikarinn Eddie Redmayne er líklegur til að leika eðlisfræðinginn heimsþekkta Stephen Hawking í nýrri mynd sem gera á um Hawking, samkvæmt Deadline kvikmyndavefnum. Framleiðandi myndarinnar er Working Title og ...

31.12.2009

Áramóta-Tían!

Þrátt fyrir að ég hafi skrifað topplista fyrir cirka mánuði síðan yfir bestu myndir áratugarins sem nú er að baki þá finnst mér erfitt að réttlæta það að telja upp einungis 25 titla og fjalla bara um 10. Notendur...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn