Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Michael Clayton 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 25. janúar 2008

The Truth Can Be Adjusted

119 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 82
/100

Þegar virtur lögfræðingur er handtekinn fyrir að fækka fötum í vitnaleiðslu er Michael Clayton fenginn til að "redda" málunum. Clayton, sem hefur til margra ára unnið sem reddari fyrir stóra lögfræðistofu í New York álítur vinnu sína minna frekar á starf hreinsitæknis frekar en vinnu lögfræðings.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Frábær, en ekki fyrir alla.
Michael Clayton hefði eflaust farið framhjá mörgum hefði hún ekki hlotið Óskarstilnefningu.
Þessi mynd er fyrst og fremst ekki fyrir alla. Þetta er dramaþriller sem að tekur sinn tíma í uppbyggingu og leyfir söguþræðinum að afhjúpast á sínum hraða. Myndin er lágstemmd að öllu leyti en í kjölfarið stólar hún á handritið sem og frammistöður leikaranna, og ég get hvergi sett út á neitt í þeim flokkum.

Það má eiginlega segja að George Clooney hafi tvö andlit þegar að það kemur að kvikmyndum. Hann er annaðhvort þessi örugga, fjallmyndarlega stórstjarna sem ber höfuðið hátt og horfir í myndavélina til þess að minna áhorfandann á það hversu ríkur hann er. Slíkar frammistöður má t.d. sjá í Ocean's-myndunum (ekki að ég sé e-ð á móti þeim). Hins vegar kemur það fyrir að hann sýni dýpri hlið að sér sem leikari, og þar má nefna myndir á borð við Syriana, Good Night and Good Luck og auðvitað Out of Sight, ef horft er svo langt aftur.
Michael Clayton er e.t.v. eitt besta hlutverk sem hann hefur tekið að sér. Ekki bara vegna þess að hann er virkilega góður í myndinni, heldur er persóna hans svo flókin og áhugaverð.
Clooney er einnig umkringdur góðum nöfnum og fólk eins og Tom Wilkinson og Tilda Swinton, en bæði tvö eru ótrúlega góð í sínum hlutverkum.

Leikstjórn myndarinnar er sömuleiðis sterk og tæknileg vinnsla, eins og t.d. kvikmyndataka, er alveg frábær.
Plott myndarinnar er kannski ekki mikilfenglegt en handritið hélt áhuga mínum alla leið og þegar uppi er staðið eru meðmæli mín gagnvart þessari mynd algjörlega solid og hún er trúlega ein af betri myndum ársins 2007.

Myndin er þó talsvert langt frá því að vera í einhverjum mainstream-hópi kvikmynda, en fyrir alla sem kunna að meta góða kvikmyndagerð, þá ætti þessi að vera skylduáhorf.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

06.09.2020

Metallica vinnur að kvikmyndatónlist fyrir Disney

Stórhljómsveitin Metallica mun eiga hlut í tónlist kvikmyndarinnar Jungle Cruise frá Disney samsteypunni. Það er tónskáldið James Newton Howard sem semur megnið af músíkinni fyrir ævintýramyndina sem búast ...

13.12.2016

Nýtt í bíó - Rogue One: A Star Wars Story

Samfilm frumsýnir nýju Stjörnustríðsmyndina Rogue One: A Star Wars Story á föstudaginn næsta, þann 16. desember í Sambíóunum Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Laugarásbíói, Ísafjarðarbíói, Self...

01.12.2016

Græddi hálfan milljarð á Star Wars

Handritshöfundurinn Tony Gilroy, sem kalllaður var inn á lokametrunum til að endurskrifa og aðstoða við endurtökur á Rogue One: A Star Wars Story, hefur að sögn grætt á tá og fingri á aðkomu sinni að myndinni. ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn