Clooney & Soderbergh enn og aftur

George Clooney og Steven Soderbergh hafa ákveðið að snúa bökum saman í fimmta sinn við myndina THE GOOD GERMAN. Clooney mun þar leika á móti Cate Blanchett og segir myndin frá blaðakonu sem stödd er í Þýskalandi rétt eftir seinni heimstyrjöldina og flækist inn í stórfurðulega morðgátu. Clooney og Soderbergh munu framleiða myndina gegnum fyrirtæki sitt, Section 8, en eins og áður sagði er þetta 5. skiptið þar sem félagarnir vinna saman (þið þekkið líklegast hin 4 skiptin; Out of Sight, Ocean’s Eleven og Twelve og Solaris). Clooney er annars nýbúinn að klára tökur á mynd sem nefnist SYRIANA (sem Soderbergh framleiðir) og er akkúrat um þessar mundir að sinna annarri mynd sinni sem hann mun sjálfur leikstýra. Sú mynd heitir GOOD BYE AND GOOD LUCK, sem (viti menn) Soderbergh framleiðir!

Clooney & Soderbergh enn og aftur

George Clooney og Steven Soderbergh hafa ákveðið að snúa bökum saman í fimmta sinn við myndina THE GOOD GERMAN. Clooney mun þar leika á móti Cate Blanchett og segir myndin frá blaðakonu sem stödd er í Þýskalandi rétt eftir seinni heimstyrjöldina og flækist inn í stórfurðulega morðgátu. Clooney og Soderbergh munu framleiða myndina gegnum fyrirtæki sitt, Section 8, en eins og áður sagði er þetta 5. skiptið þar sem félagarnir vinna saman (þið þekkið líklegast hin 4 skiptin; Out of Sight, Ocean’s Eleven og Twelve og Solaris). Clooney er annars nýbúinn að klára tökur á mynd sem nefnist SYRIANA (sem Soderbergh framleiðir) og er akkúrat um þessar mundir að sinna annarri mynd sinni sem hann mun sjálfur leikstýra. Sú mynd heitir GOOD BYE AND GOOD LUCK, sem (viti menn) Soderbergh framleiðir!