Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
George Clooney flottur sem bankaræningi dauðans. Sem er frekar óheppin svo ekki sé meira sagt. Kúl mynd og tónlistin hjá Soderbergh er eitthvað til að hrópa húrra fyrir mjög flott tónlist. Öðruvísi mynd sem kom mér hressilega á óvart. Sjáið þessa!
Out Of Sight er byggð á metsölubók Elmore Leonards (sem skrifaði einnig Jackie Brown) og er handritið ótrúlega skemmtilegt. Hins vegar er myndin ekkert spes þannig séð. Leikstjórinn Steve Sondenbergh reynir að ganga í lið með reyfaraleikstjóra Hollywoods sem gengur ekkert. Hann reynir að endurvekja gömlu Shaft-myndatökuna sem hann einfaldalega ofnotar. Leikaravalið er týpískt, George Clooney (From Dusk Till Dawn), Jennifer Lopez (U-Turn) og Ving Rhames (Pulp Fiction). Þótt að margt gott sé í myndini, t.d. handritið og tónlistin, var ég einfaldlega ekki ánægður með hana.
Sem betur fer koma öðru hverju perlur á borð við þessa fersku kvikmynd frá Hollywood. Jennifer Lopez og George Clooney fara svo sannarlega á kostum í hópi fjölda úrvalsleikara undir öruggri stjórn Stevens Soderbergh. Kvikmyndatakan er mögnuð og handritið hnyttið, enda vart við öðru að búast, þegar um skáldsögu eftir Elmore Leonard er að ræða. Michael Keaton leikur hér sama hlutverkið og í kvikmyndinni Jackie Brown, sem var sömuleiðis byggð á skáldsögu Leonards. Out of Sight er kvikmynd sem ætti að vera til á öllum siðmenntuðum heimilum, enda varð ég mér þegar út um DVD diskinn eftir að hafa séð hana í kvikmyndahúsi.
Mikið ljómandi er ég glaður að menn eru enn að gera svona myndir. Þessi mynd, Out of Sight, finnst mér jafnast fyllilega á við margt af því besta sem menn voru að gera á film noir tímanum, og mun betri en flest annað sem gerist í dag. Fjallar í stuttu máli um bankaræningja, sem ætti fyrir löngu að vera búinn að fá sér aðra vinnu, flótta hans úr fangelsi og það sem á eftir kemur. Stundum einsog hálfgert sambland af Tarantino og Billy Wilder. Alveg skotheldur kostur, því ef að einhvejum líkar ekki myndin, þá er alltaf gaman að sjá Jennifer Lopez...
Frábær glæpamynd með George Clooney og Jennifer Lopez í aðalhlutverkum. Minnir að mörgu leiti á Pulp Fiction, til dæmis hvað varðar uppbyggingu handrits. Söguþráðurinn er ansi margbrotinn og persónurnar eru raunverulegar og vel skrifaðar. Ekki má gleyma góðri kemestríu milli Clooney og Lopez en samband þeirra er í raun rauði þráðurinn í myndinni. Allir leikarar standa sig með prýði, sérstaklega þau fyrrnefndu. Mér fannst allir þættir myndarinnar ganga vel upp og mæli hiklaust með henni.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
13. nóvember 1998
VHS:
16. mars 1999
- Jack: Give me a minute to talk to Buddy.
Snoopy: You got two minutes, that's all. Make up your mind.
Jack: I wasn't asking permission.