Það kemur vægast sagt mikið á óvart að Terrence Howard muni ekki endurtaka hlutverk sitt sem Jim Rhodes í Iron Man 2. En til gamans má geta að hann var fyrsti leikarinn valinn í Iron Man.
Howard var víst par ekki sáttur við launin sem Marvel bauð honum fyrir framhaldið og var lítið hægt að semja við aðstandendur um hækkun, enda voru þeir nýbúnir að veita leikstjóra Jon Favreau og Robert Downey Jr. talsvert hærra kaup heldur en síðast.
Howard ákvað þar af leiðandi að bakka út úr myndinni fyrir fullt og allt, þrátt fyrir að vera gallharður Iron Man-aðdáandi.
Það tók hins vegar ekki langan tíma að finna staðgengil, sem er enginn annar en Don Cheadle (Hotel Rwanda, Crash – sem einnig skartaði Howard).
Aðstandendur Iron Man 2 staðfestu það að hlutverk Rhodes yrði mun stærra heldur en í fyrri myndinni og verður hann e.t.v. einn af mikilvægari persónum myndarinnar (þeir sem að þekkja myndasögurnar vita hvað skeður).
Iron Man 2 kemur út í kringum sumarið 2010 og er m.a. áætlað að sýna hana í þrívídd.
Annars kemur Iron Man út á DVD hérlendis núna á fimmtudaginn.
Mitt álit:
Aðstandendur Marvel hljóta að fatta það að þessi mynd á eftir að mala gull í miðasölunni, svo þeir hafa engu að tapa. Ég segi: Gefið Howard bara þessa blessuðu launahækkun! Eins mikið og ég fíla Don Cheatle finnst mér skiptingin vera frekar bjánaleg. Howard og Cheatle eru gerólíkir leikarar og hafa allt öðruvísi stíl.

