Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Hotel Rwanda 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. apríl 2005

When a country descended into madness and the world turned its back, one man had to make a choice

121 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 79
/100

Á tíunda áratug síðustu aldar var eitt versta þjóðarmorð sögunnar framið í Rwanda og þrátt fyrir alla nútímatækni þá fór það fram án þess að umheimurinn hafi orðið þess var svo heitið geti. Á aðeins þremur mánuðum, þá var ein milljón manna myrt á hrottalegan hátt. Á meðan á þessu stóð, og innblásinn af ást sinni á fjölskyldunni, þá... Lesa meira

Á tíunda áratug síðustu aldar var eitt versta þjóðarmorð sögunnar framið í Rwanda og þrátt fyrir alla nútímatækni þá fór það fram án þess að umheimurinn hafi orðið þess var svo heitið geti. Á aðeins þremur mánuðum, þá var ein milljón manna myrt á hrottalegan hátt. Á meðan á þessu stóð, og innblásinn af ást sinni á fjölskyldunni, þá bjargar venjulegur en hugrakkur maður, Paul Rusesabagina, lífum þúsunda flóttamanna, með því að veita þeim skjól í hóteli sem hann stýrir. ... minna

Aðalleikarar


Gríðarlega vel heppnuð mynd. Persónusköpun, handrit og leikur smellur saman og hittir beint í mark. Mjög átakanleg mynd sem að skilur mann eftir hugsandi. Þessi mynd sat í mér í nokkra daga á eftir og þá fær hún 4 stjörnur sjálfkrafa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég ætti að slá sjálfan mig í andlitið fyrir að hafa ekki drattast á þessa mynd meðan hún var sýnd á kvikmyndahátíðinni síðastliðinn apríl því Hotel Rwanda er ein besta mynd ársins 2004. Myndin fjallar um þjóðarmorðin sem áttu sér stað 1994 í Rúanda þar sem einn þjóðflokkur er að slátra hinum og á milli er hótelstjóri sem fær heilt lið af flóttamönnum í hótelið sitt. Don Cheadle leikur hótelstjóran Paul og þetta er mjög líklega hans besta frammistaða sem ég hef séð, svo koma þeir Nick Nolte og Joaquin Phoenix í smá hlutverkum og svo kom hann Jean Reno stundum. Það er erfitt að dæma Hotel Rwanda sem kvikmynd, ég get einungis útskýrt hvað gerir hana svona heillandi, ástæðan er líklega sú hve sönn hún er og hve vel hún sýnir fáranleika atburðannna sem áttu sér stað í Rúanda 1994. Furðulegt að vita það að þegar ég var sjö ára gamall var verið að slátra hundruði þúsundum í Afríku, svona hlutir voru hlutir fortíðarinnar, engar heimstyrjaldir lengur, ekkert Írak, en sagan endurtekur sig oftar en maður heldur. Hotel Rwanda á sem kvikmynd skilið þrjár og hálfa stjörnu í minnsta lagi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hvað þessi kvikmyndahátíð kemur manni til að hugsa. En hvað um það. Terry George leikstýrir myndinni frábærlega og skrifar handritið. Handritið eru frábærlega skrifað og lýsir virkilega því sem gerðist í Rwanda 94'. Don Cheadle vinnur leiksigur ásamt Sophie Okonedo. Þrátt fyrir að vera sorgleg mynd slær hún stundum á létta strengi. Aukaleikararnir, Nick Nolte, Joaquin Phoenix, Fana Mokoena og Desmond Dube eru frábærir og stutt innkoma Jean Reno er góð. Allir aðrir skila sínum hlutverkum vel. Hræðilegt er að sjá skiptinguna á hvítum og svörtum í þessari mynd og sýnir það hvernig SÞ og fleiri horfðu framhjá þessum hræðilegu þjóðarmorðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skelfilegt ástandið
Hotel Rwanda gerist árið 1994 þegar þjóðarmorð áttu sér stað í Rúanda þar sem einn þjóðflokkur er að slátra hinum (Hútúar og Tútsar) og á milli er hótelstjóri sem fær heilt lið af flóttamönnum til sín. Hótelstjórinn, sem er Hútúi, heitir Paul og sagan er öll sögð frá hans sjónarhorni. Paul er viðkunnanlegur, lágstemmdur og samviskusamur maður sem vill engum mein, en fljótlega þarf hann að takast á við vægast sagt erfiðar ákvarðanir og það gerir ástandið hvergi minna stressandi að kona hans skuli vera Tútsi. Paul þarf einhvern veginn að passa upp á sitt eigið líf sem og líf fjölskyldu sinnar og flóttamannanna sem eru hjálparvana. Friðargæsla Sameinuðu Þjóðanna er mætt á staðinn en það er takmarkað hvað hún getur gert því þeim er ekki leyft að skipta sér af þjóðarmorði og því minna sem sveitirnar geta gert til að hjálpa Paul og flóttamönnunum, því minni líkur eru á því að þau sleppi úr þessu heil á húfi.

Venjulega finnst mér óþarfi að segja frá söguþræði í grófum dráttum þegar ég fjalla um mynd hér á þessum vef en í þetta sinn þjónar það aðeins meiri tilgangi. Ef ég á að vera fullkomlega hreinskilinn þá vissi ég lítið sem ekkert um þetta ástand. Kannski var ég of ungur eða kannski gerði ég bara eins og Joaquin Phoenix sagði í myndinni að við hitt fólkið í heiminum myndum gera, semsagt lesa/heyra um þetta, hugsa um það í stutta stund en síðan bara hætta að pæla í því. Leiðinlegt hvað mikið er til í þessum punkti.

Augljóslega er hér um grafalvarlegt mál að ræða og maður þyrfti að vera gerður úr steini til að verða ekki snortinn af þessu öllu. Það segir sér sjálft hvers vegna það er ansi kröfuhart verkefni að búa til kvikmynd um þetta. Hefði hún misheppnast hefði afraksturinn getað orðið ansi vandræðalegur. Sem betur fer er meðhöndlunin á efninu ótrúlega góð, og leikstjórinn sér svo sannarlega til þess að við sem áhorfendur finnum fyrir áhrifunum án þess að það sé verið að moka ofbeldinu ofan í okkur. Ég var líka mjög hissa að sjá hvernig myndin náði að vera svona sterk og átakanleg án þess að sýna mikið og ef maður skoðar ameríska aldursstimpil myndarinnar þá slapp hún með PG-13 merkið, sem er nokkuð sérstakt að mínu mati.

Hotel Rwanda er samt ekki bara góð kvikmynd vegna þess að hún er sterk heldur er hún góð vegna þess að hún setur heilann í gang eftirá og sýnir hvernig manneskjan í sjálfu sér getur verið mesta skepnan í heiminum, og mannvonska eins og hér er sýnd er ekkert annað en sjokkerandi. Annars er leikur myndarinnar óaðfinnanlegur og það má í rauninni segja að hann sé eitt af því sem gerir myndina svona trúverðuga og minnisstæða. Don Cheatle hefur alltaf sýnt að það búi leikari í honum en hér fær maður loksins að sjá hvað maðurinn getur, og ég verð að segja að Óskarstilnefningin sem hann fékk fyrir hlutverkið var algjört lágmark.

Það má eiginlega segja að þessi mynd geri fyrir ástandið í Rúanda það sem Schindler‘s List gerði fyrir helförina. Þessi mynd er því miður ekki alveg jafn andlega erfið og hún predikar kannski stundum aðeins of mikið. Samt er þetta frábært drama sem synd væri að láta framhjá sér fara.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn