Náðu í appið
Reservation Road

Reservation Road (2007)

"To Find the Truth, You have to find Who´s Hiding it"

1 klst 42 mín2007

Á heitu septermberkvöldi eru háskólaprófessorinn Ethan Learner, eiginkona hans Grace, og dóttir þeirra Emma á tónleikum.

Rotten Tomatoes36%
Metacritic46
Deila:
Reservation Road - Stikla
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Leiga
Síminn

Söguþráður

Á heitu septermberkvöldi eru háskólaprófessorinn Ethan Learner, eiginkona hans Grace, og dóttir þeirra Emma á tónleikum. 10 ára gamall sonur þeirra Josh er að leika á Selló, fallega að venju. Yngri systir hans lítur upp til hans, og foreldrarnir eru stoltir af syninum. Á leiðinni heim þá stoppa þau til að taka bensín á bensínstöð við Reservation veg. Þar, á einu hræðilegu augnabliki, þá er sonurinn hrifsaður frá þeim á augabragði. Á heitu septemberkvöldi er lögfræðingurinn Dwight Arno og 11 ára gamall sonur hans Lucas á hafnaboltaleik. Uppáhaldsliðið þeirra, Red Sox, er á leika, og er vonandi á leið í úrslitin. Dwight fagnar því að eiga góðan tíma með syninum. Á bakaleiðinni þegar hann er að keyra Lucas heim til móður sinnar, fyrrum eiginkonu sinnar Ruth Weldon, ekur hann að bensínstöðinni á Reservation vegi, og þar skeður slysið svo hratt að Lucas tekur varla eftir því, en Ethan, eina vitnið, fylgist með þegar Dwight ekur á brott af slysstað. Lögreglan er kölluð á staðinn, og rannsókn hefst. Þessi harmleikur hefur mikil áhrif á báða feðurna, á ólíkan hátt, og sömuleiðis á Grace og Emma. Eftir því sem skuldaskil færast nær, þá neyðast feðurnir báðir til að taka erfiðustu ákvarðanir lífs síns.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda

Engar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!

Framleiðendur

Nick Wechsler/Miracle Pictures
Volume One Entertainment
Miracle PicturesUS