Byrjar að snjóa eftir 2 ár

Leikstjórinn Tomas Alfredson frumsýndi árið 2011 mynd sína Tinker Tailor Soldier Spy, sem var næsta mynd sem hann  gerði á eftir hinni frábæru Let the Right One In. Síðan þá hefur hann haft hægt um sig, amk. hefur ekki komið ný mynd frá leikstjóranum síðan þá. Nú er hinsvegar von á breytingu þar á, en búið er að ákveða frumsýningardag fyrir næstu mynd hans, myndina Snjókarlinn, sem gerð er eftir metsöluspennusögu Jo Nesbø, sem gefin var út hér á landi.

michael-fassbender-1-aindreas-dot-com

 

Tökur á myndinni hefjast í janúar nk. og frumsýning hefur svo verið ákveðin 13. október árið 2017.

Stjörnuleikarar eru í helstu hlutverkum, eða Michael Fassbender, Mission Impossible: Rogue Nation leikkonan Rebecca Ferguson, og Nymphomaniac og Independence Day : Resurgence leikkonan Charlotte Gainsbourg.

Myndin segir frá rannsóknarlögreglumanni sem Fassbender leikur, sem rannsakar hvarf fórnarlambs þegar fyrsti snjór vetrarins fellur, og hann óttast að miskunnarlaus raðmorðingi sé kominn á kreik á ný.

rebecca-fergusonMeð hjálp aðstoðarmanns síns sem Ferguson leikur, þá þurfa þau að tengja gömul mál við þetta nýja í þeirri von að ná morðingjanum áður en það byrjar aftur að snjóa.

Tökur myndarinnar munu alfarið fara fram í Noregi, nánar tiltekið í Osló, Bergen og í kringum Rjukan.