The Snowman tekin upp í Ósló

Tökur á The Snowman ( Snjókarlinn í íslenskri þýðingu ), sem er byggð á samnefndri glæpasögu Norðmannsins Jo Nesbø, hefjast í Ósló í janúar á næsta ári. Michael-Fassbender-2013

Þetta verður fyrsta stóra, alþjóðlega kvikmyndin sem er tekin upp í borginni, samkvæmt Screen Daily.

Michael Fassbender leikur rannsóknarlögreglumanninn Harry Hole, sem hefur komið við sögu í tíu af skáldsögum Nesbø.

Í The Snowman rannsakar Hole hvarf konu eftir að bleikur trefill hennar finnst vafinn utan um háls snjókarls.

Rebecca Ferguson, sem lék í Mission: Impossible – Rouge Nation, er í viðræðum um að leika á móti Fassbender í myndinni.

Vonir stóðu til að Martin Scorsese myndi leikstýra myndinni en hann verður einn af framleiðendum. Í stað hans verður Tomas Alfredson leikstjóri.