Glæný Bond stikla hefur lent á netinu og er óhætt að segja að Bond hefur aldrei verið jafn harður og nú, er hann endurrís frá dauðum. Stiklan er hröð, flott og sjarmerandi og kemur í ljós að Bond er greinilega farinn að kynna sig almennilega aftur. Skorturinn á því í Quantum of Solace hefur ekki heillað marga. Skyfall hefur lent í framleiðsluhelvíti með t.d. falli MGM, en biðin er bráðum á enda. Stikluna má sjá hér fyrir neðan.
Hvað finnst ykkur um þetta? Hefur Sam Mendes það sem þarf í að gera frábæra Bond mynd eftir mistökin sem Quantum var? Hvað finnst ykkur svo um ljóshærðan Javier Bardem?