Bestu móðganir allra tíma

Vefmiðillinn Flavorwire tók saman á dögunum ansi skemmtilegan lista yfir bestu móðganir í bíómyndum. Móðganir geta verið bráðfyndnar eins og allir vita og koma úr bíómyndum úr öllum áttum, gömlum og nýjum.

Hér eru 10 móðganir af lista vefjarins, en neðst er hlekkur í allar 25 móðganirnar sem Flavorwire tók saman.

Góða skemmtun!

The Ref

„Veistu mamma, veistu hvað ég ætla að gefa þér í jólagjöf um næstu jól? Stóran trékross, svo þú getir í hvert skipti sem þér finnst þú ekki fá nægar þakkir fyrir allar þínar fórnir, klifrað upp á krossinn og neglt sjálfa þig á hann.“

In the Loop

„Þú er drepleiðinlegur andskoti. Afsakaðu, fyrirgefðu, ég veit að þú ert ekki hrifinn af bölvi og ragni, þannig að ég geri þetta öðruvísi. Þú er leiðinleg andsk. – stjarna  – stjarna – kunta!“

National Lampoon’s Christmas Vacation

„Hey! Ef einhver ykkar eru að leita að gjöf handa mér, nú rétt fyrir jól, þá er ég með hugmynd. Færið mér yfirmann minn Frank Shirley hingað strax í kvöld. Ég vil að hann sé færður úr sínu lukkulega jólafrísmóki þarna á Melody Lane þar sem hann býr með öllu hinu ríka fólkinu og ég vil að hann komi hingað með stóran borða á höfðinu, og mig langar að horfa beint í augun á honum og vil segja honum hvað hann er nískur, ósannsögull, glataður, blóðsjúgandi, fjór-sturtandi, fáránlegur, snáka-sleikjandi, drullu – étandi,  harðbrjósta, innræktaður, úttroðinn, fávís, blóðsjúgandi, hunda-kyssandi, heilalaus, limlaus, vonlaus, miskunnarlaus, feitur, skordýraeygður, klumbufættur, munnljótur, ormétinn apaskítur! Hallelúja! Andskotans! Hvar eru pillurnar mínar?“

Bad Santa

„Þú ert lang heimskasti, aumkunnarverðasti maðkétandi kúkur sem nokkru sinni hefur lekið úr hárugum rassi mannveru … þú ert tilfinningalega fatlaður andskoti. Sál þín er hundaskítur. Hver og einn einasti hlutur við þig er ljótur.“

Uncle Buck

„Ég held ég vilji ekki þekkja sex ára gamalt barn sem ekki er dreymið eða kjánalegt. Og ég svo sannarlega vil ekki þekkja barn sem tekur námsferil sinn alvarlega. Ég er ekki með stúdentspróf. Ég er ekki einu sinni með vinnu. En ég þekki góðan dreng þegar ég sé hann. Af því að þau eru öll góðir krakkar, eða þar til uppþornaðar, heiladauðar skrukkur eins og þú draga þau niður og sannfæra þau um að þau séu ekki nógu góð. Ef þú svo mikið sem ygglir þig við frænku mína, eða aðra krakka í þessum skóla, og ég heyri af því, þá kem ég og  finn þig! Taktu þennan tíkall, farðu niður í bæ, og láttu rottu naga þetta framan úr þér. Hafðu það svo gott í dag frú mín góð.“

Billy Madison

„Það sem þú varst að segja rétt í þessu, er eitt það óendanlega heimskulegasta sem ég hef nokkru sinni heyrt. Hvergi í þínu sundurlausa, samhengislausa svari varstu ekki einu sinni nálægt neinu sem hægt væri að kalla rökrétta hugsun. Allir hér í salnum eru núna heimskari en þeir voru fyrir, eftir að hafa hlustað á þig. Þú færð engan plús frá mér, og megi Guð miskunna þér.“

In Bruges

„Ég meina, horfumst í augu við það. Ég er ekki að reyna að vera fyndinn, og ég er ekki að reyna að vanvirða þig. En þú ert kunta. Þú ert kunta núna, þú hefur alltaf verið kunta, og það eina sem mun breytast er að þú munt bara verða meiri kunta með tímanum. Kannski eignastu fleiri kuntu krakka.“

Anchorman

„Hr. Burgundy, þú lætur eins og krakki.“

„Ég er ekki krakki, ég er karlmaður. Ég er fréttaþulur.“

„Þú ert enginn karlmaður. Þú er stór og feitur brandari.

„Ég er karlmaður sem fann upp hjólið og byggði Eiffel turninn með járni og vöðvastyrk. Þannig maður er ég. Þú ert bara kona með lítinn heila. Með heila sem er bara þriðjungur af stærð okkar. Það er vísindalega sannað.“

„Ég mun sýna þér að ég er hæfileikaríkari og gáfaðari í litla fingri mínum en þú í öllum líkamanum, herra minn.“

„Þú ert illa lyktandi sjóræningjamella.“

„Þú lítur út eins og bláber.“

„Afhverju ferðu ekki aftur heim til þín til Hórueyjar?“

Chinatown

„Hvað kom fyrir nefið á þér, Gittes? Skellti einhver svefnherbergisglugganum á fésið á þér?“

„Neibbs. Konan þín varð æst. Hún færði fæturnar í sundur aðeins of hratt.“

 

The Witches of Eastwick

„Ég held – nei, ég er handviss um – að þú ert sá mest óaðlaðandi maður sem ég hef nokkru sinni hitt á ævinni. Á þessum stutta tíma sem við höfum verið saman, þá hefurðu  sýnt mér hvert einasta andstyggilega persónueinkenni karlmanns sem til er og jafnvel uppgötvað nokkur ný. Líkamlega ertu viðbjóðslegur, þú er þroskaheftur andlega, og siðferðislega ertu vítaverður, grófur, ónærgætinn, sjálselskur, heimskur, smekklaus, húmorslaus og það er ólykt af þér. Þú ert ekki einu sinni nógu áhugaverður til að mér verði óglatt.“

Smelltu hér til að skoða allan móðganalista Flavorwire, en listinn telur alls 25 best móðganir í bíómyndum.

 

Stikk: