Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Witches of Eastwick 1987

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Something wicked this way comes.

118 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 67% Critics
The Movies database einkunn 67
/100
Tilnefnd til 2 Óskarsverðlauna fyrir bestu tónlist og besta hljóð

Bestu vinkonurnar, myndhöggvarinn Alex Medford, sellóleikarinn Jane Spofford og rithöfundurinn Sukie Ridgemont, eru tilfinningalega og kynferðislega bældar. Eftir síðasta spjall þeirra um skort á boðlegum karlmönnum í bænum þar sem þær búa, Eastwick, þar sem þær lýsa hvaða eiginleikum þær leita eftir í fari karlmanna, þá birtist hinn dularfulli Daryl... Lesa meira

Bestu vinkonurnar, myndhöggvarinn Alex Medford, sellóleikarinn Jane Spofford og rithöfundurinn Sukie Ridgemont, eru tilfinningalega og kynferðislega bældar. Eftir síðasta spjall þeirra um skort á boðlegum karlmönnum í bænum þar sem þær búa, Eastwick, þar sem þær lýsa hvaða eiginleikum þær leita eftir í fari karlmanna, þá birtist hinn dularfulli Daryl Van Horne og þjónn hans Fidel í bænum. Þó að Daryl sé grófur, blygðunarlaus og ekkert sérstaklega myndarlegur, þá tekst honum að spila á fínustu strengi í vinkonunum, og tæla hverja og eina þeirra. Þetta veldur því að konurnar þrjár blómstra tilfinningalega og kynferðislega. Eftir atvik með einum af broddborgurum bæjarins, hinni mjög svo íhaldssömu Felicia Alden, fara konurnar þrjár að átta sig betur á því afhverju Daryl tekst að heilla þær jafnmikið og hann gerir...... minna

Aðalleikarar


Þetta er auðvitað drauma hlutverk Jack's sem Satan sjálfur og hann kemur sér svo skemmtilega inn í hlutverkið. Satan (Nicholson) er í gervi Daryls Van Horne og flytur í smábæjinn Eastwick. Þrjár konur sem heita Alexandra (Cher,Tea With Mussolini) Jane (Michelle Pfeiffer, Sinbad: Legend Of The Seven seas) og Sukie (Susan Sarandon,Dead Man Walking) eiga heima þar. Þær eru vinkonur og vilja gjarnan hitta heillandi mann. Þegar þær hitta Daryl breytir hann lífi þeirra um mikið magn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þrælskemmtileg og fyndin mynd. Nicholson sýnir hér stórleik er hér algerlega í essinu sínu á heimavelli. Cher sýnir líka góðan leik mætti gjarnan sjást oftar á hvíta tjaldinu. En virkilega skemmtileg mynd...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vá, er virkilega ekki hægt að gefa fleiri en fjórar stjörnur? Ég gef þessari mynd svona tíu. Þetta er besta mynd sem ég hef séð og hef ég séð þær margar, það eina sem mér finnst vanta er smávegis rómantík, en það finnst mér nánast ómissandi í öllum bíómyndum. Jack Nicholsson leikur hér sjálfan Satan, sem kemur til smábæjarins Eastwick undir nafninu Daryl Van Horne, í líki venmjulegs manns. Hann kaupir risa villu og bæjarbúar brjóta heilann um þennan dularfulla aðkomumann. Hann heillar þær Alex, Sukie og Jane (Cher, Michelle Pfeiffer, Susan Sharadon) upp úr skónum, og þá upphefst eldheitur ástarferhyrningur, með Daryl í aðalhlutverki. Þegar þær uppgvötva að Daryl er djöfullinn í mannsmynd verða þær að eyða honum, en hann lætur ekki undan auðveldlega, takmark hans er að eignast syni með þeim og þeir synir eiga að taka völdin. Ég mæli með henni, takið hana sem allra fyrst á vídeó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

19.04.2013

Bestu móðganir allra tíma

Vefmiðillinn Flavorwire tók saman á dögunum ansi skemmtilegan lista yfir bestu móðganir í bíómyndum. Móðganir geta verið bráðfyndnar eins og allir vita og koma úr bíómyndum úr öllum áttum, gömlum og nýjum. Hér...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn