Bale og Rock á topp 5

Biblíusagan um Móses, Exodus: Gods and Kings, var mest sótta myndin í Bandaríkjunum í gær  föstudag, en myndin var jafnframt frumsýnd á Íslandi í gær.

bale

Myndin þénaði 8,7 milljónir Bandaríkjadala í gær, en kvikmyndirnar eiga í samkeppni þessa dagana við ýmiss konar afþreyingu og verslanaferðir fólks á þessum árstíma.

Kristið fólk er stór markhópur fyrir myndina að talið er, en samkvæmt Deadline, hefur ekki verið rannsakað í hversu miklum mæli það hefur skilað sér í bíó. Talið er að orð aðalleikarans Christian Bale hafi styggt einhverja, en hann sagði að „Móses var frelsishetja fyrir Gyðinga, en hryðjuverkamaður gagnvart egypska stórveldinu“ ( e. “Moses was a freedom fighter for the Hebrews, but a terrorist in terms of the Egyptian empire”)

Önnur ný mynd, Top Five, nýjasta mynd grínistans Chris Rock, náði einnig inn á topp fimm listann vestan hafs í gær, með 2,5 milljónir dala í tekjur.

Fyrir utan myndirnar Grown Ups og The Longest Yard, þar sem Rock var ekki einn í aðalhlutverki, en þær myndir fóru báðar yfir 100 milljónir dala í tekjur, þá er vinsælasta myndin með Rock í aðalhlutverkinu myndin Down to Earth frá 2001, endurgerð Heaven Can Wait, sem þénaði 64,2 milljónir dala.

Hér fyrir neðan er aðsóknarlistinn í Bandaríkjunum frá því í gær. Smelltu á heiti myndanna til að skoða nánari upplýsingar:

1). Exodus: Gods and Kings

2). The Hunger Games: Mockingjay Part 1

3). The Penguins Of Madagascar

4). Top Five

5). Big Hero 6

6). Interstellar

7). Horrible Bosses 2

8). Dumb and Dumber To

9). The Theory Of Everything

10/11). Wild