Nimrod Antal leikstýrir Predators

Robert Rodriguez, sem hefur staðfest Nimrod Antal sem leikstjóra, segir að hann hafi sýnt það að hann sé fullur af góðum hugyndum, sé góður að velja í hlutverk og skili frá sér flottum hasar atriðum. En Rodruigez byggir þetta á óútkominni mynd Antal, Armored, sem hann sé búinn að horfa á.

Rodruigez sem framleiðir myndina segist ætla taka jafnan mikinn þátt í framleiðslu hennar og þegar hann leikstýrði Sin City með Frank Miller og Íslands vininum Quentin Tarantino.

Rodruigez gefur nokkrar vísbendingar um söguþráð Predators en hann segir að það sé líklegt að hópur strandaglópa munu lenda í miklum hryllingi og að þetta muni gerast á Predator plánetu, ekki samt aðal predator plánetunni.

Einn talsmanna Fox sagði „það verður aldrei aftur talað um Alien Vs. Predator eftir þessa mynd“ og sagðist leggja lífið að veði.

Hvað finnst lesendum, er verið að mjólka Predator seríuna eða á þetta eftir að vera The Dark Knight Predator myndanna ?