Sherlock Holmes trailerinn kominn

Nú er kominn fyrsti trailerinn fyrir hina væntanlegu Sherlock Holmes-mynd, þar sem Robert Downey Jr. og leikstjórinn Guy Ritchie (sem gerði m.a. Snatch, RocknRolla og marglofuðu gæðamyndina Swept Away) snúa hressilega bökum saman og skapa greinilega eina af forvitnilegri ævintýramyndum ársins, sem kemur í bíó þessi jól.

Með önnur hlutverk fara Jude Law, Rachel McAdams (The Notebook) og Mark Strong (Body of Lies, RocknRolla).

Hægt er að horfa á sýnishornið á undirsíðu myndarinnar (sem þið nálgist með því að smella hér) eða jafnvel á forsíðu Kvikmyndir.is.