Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Body of Lies 2008

(Chatter, House of Lies, Penetration)

Justwatch

Frumsýnd: 21. nóvember 2008

Treystu engum. Blekktu alla.

128 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 55% Critics
The Movies database einkunn 57
/100

Þegar CIA útsendarinn Roger Ferris (DiCaprio) finnur vísbendingar sem gætu leitt til klófestingar á leiðtoga hryðjuverkasamtaka, leitar hann hjálpar hjá öðrum útsendara, Ed Hoffman (Russell Crowe). Saman reyna þeir að brjóta sér leið í gegnum hryðjuverkasamtökin, en í miðri aðgerðinni fer Ferris að efast um traust samstarfsmanna sinna og allra í kringum sig.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Versta mynd Ridley Scott!!!
Sem stór aðdáandi af Ridley Scott og flestum þeim myndum sem hann hefur sent frá sér(nefni Alien, Blade Runner, Kingdom of heart: Director's Cut, American Gangster, Black Hawk Down, Gladiator og Thelma & Louise sem dæmi), þá var ég nokkuð spenntur yfir því að ný mynd frá þessum snillingi væri að koma út. Er hún þess virði að sjá? Nei, því miður. Þá er það stórt nei.

Myndin þjáist af einu stóru vandamáli út alla myndina: Maður er ekki með áhuga á sögunni eða karakterunum út alla myndina.

Jújú, Dicaprio kemur með ágæta frammistöðu. En maður hefur séð hann gera mun betri hluti en hér(Departed, Aviator og jafnvel Gangs of New York er hann betri í). Russell Crowe er svo þarna í algjörlega tilgangslausu hlutverki, og mér bara fannst aldrei gaman að honum í myndinni.

Ef þið ætlið að sjá einhverja almennilega spennumynd, er þessi ræma ekki sú rétta. Og ætla ég að vona að Ridley nái að koma með betri mynd næst. Þessi var engan veginn að virka á mig.

3/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Frábær spennumynd
Það verður seint tekið af Ridley Scott að maðurinn kann að gera gæðamyndir, og tel ég Body of Lies vera eina af þeim. Myndin skartar úrvalsliði leikara sem standa sig vel, og þá sérstaklega DiCaprio í aðalhlutverkinu. Þrátt fyrir að atburðarásin sé ekki hröð þá heldur myndin manni föngnum frá upphafi til enda, hvort sem það er með magnaðri myndatöku eða æsispennandi hasaratriðum.

Einn helsti styrkleiki myndarinnar er það hversu ísköld hún er, þ.e. handritið hlífir engum og þegar aðalpersónurnar lenda í hættilegum aðstæðum þá virkilega trúir maður að það versta gæti gerst. Sögusvið myndarinnar gerir það að verkum að það er kannski ekki mikið sem situr eftir sig þegar á líða stundir, en það breytir því ekki að hér er um virkilega sterka og hörkuspennandi mynd sem skilar sínu, og vel það.

Ridley Scott skilar hér af sér einni af þéttari og betri spennumyndum ársins, mynd sem án efa á eftir að fá nokkrar óskarstilnefningar í vasann á næsta ári. 8/10, mjög sterkar 3 stjörnur, mynd sem nýtur sín best í bíósal.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Svekkjandi
Látum okkur nú sjá... Hér höfum við ekki aðeins Leo DiCaprio og Russell Crowe, tvo leikara af háu kaliberi, heldur líka Ridley Scott, sem hefur ætíð verið misgóður en aldrei lélegur, svo ég tali nú heldur ekki um William Monahan, einn efnilegasta handritshöfund síðari ára (sem pennaði The Departed og Kingdom of Heaven - en sú síðarnefnda er einungis frábær í Director's Cut forminu). Svo ég komi mér beint að efninu, þá spyr ég bara: Hvað fór eiginlega úrskeiðis?

Body of Lies (titill sem ég hreinlega fatta ekki) kallar sig þriller en ég gat ekki fundið neitt sérstaklega "thrilling" við hana. Myndinni liggur allan tímann á að komast frá einu efni til þess næsta og atburðarásin verður fyrir vikið ruglingsleg, sem verður að teljast nokkuð skondið þar sem að basic plott myndarinnar er sáraeinfalt. Það er kannski í sjálfu sér ekkert slæmt að myndin sé hröð og stanslaust á hreyfingu, en þegar að handritið er sífellt að bæta á sig kílóum með hálf stefnulausum sub-plottum verður áhorfið hvergi ánægjulegra. Greinilegt er síðan að persónusköpun sé algjört aukaatriði að mati aðstandenda, en sjálfum var mér skítsama um allt og alla. Úrlausn sögunnar - ásamt fléttunni í lokin - var líka eitt mesta "come on!" móment sem ég hef séð í ágætan tíma. Var ekkert alltof sáttur.

Annars er fátt neikvætt hægt að segja um leikaranna. DiCaprio er sjaldan annað en traustur og Crowe sömuleiðis. Ég held samt að Crowe hafi aldrei áður gert eins lítið í hlutverki og hér. Mark Strong (finnst ykkur hann ekki helvíti líkur Andy Garcia??) á annars gott orð skilið og skilur meira eftir sig en maður hefði búist við af rullunni hans.

Stíll myndarinnar er líka mjög flottur, þrátt fyrir að minna sjúklega mikið á verk Tony's Scott. Þið sjáið kannski hvað þessi mynd er svipuð t.d. Spy Game að mörgu leyti. Aldrei bjóst ég við að Ridley færi að herma svona eftir litla bróður. Tæknivinnslan er sérstaklega lík einkennum Tonys og reynir hún voða mikið að skapa einhvern "intense" fíling, en feilar á því.

Þegar litið er á heildina er Body of Lies ekki léleg mynd, bara merkilega ómerkileg. Það er heldur ekkert annað en svekkjandi að sjá svona mikla sóun á hæfileikaríku fólki.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Áhorfshæf en ekkert spes
Body of Lies er það nýjasta úr smiðju Ridley Scott. Ég vissi nánast ekkert um hana áður en ég fór á hana en hún kom mér ekkert á óvart á nokkurn hátt. Hún verkaði leiðinlega á mig fyrstu mínúturnar en þegar fór að líða að hléi var ég kominn inn í hana og skemmti mér ágætlega þrátt fyrir að vera ekki mjög hrifinn. Body of Lies feilar á mörgu, hún leggur litla áherslu á hluti eins og persónusköpun og myndatöku sem er mjög slæmt en hún hefur þó traustan söguþráð sem maður vill sjá hvernig endar. Leonardo Di Caprio leikur aðalhlutverkið en hann stendur sig alveg hroðalega illa og gerir sína persónu pirrandi en kannski endurspeglast það af því að mér finnst hann frekar leiðinlegur leikari. Russell Crowe er þarna líka og er þó töluvert skárri. Body of Lies er ekki mjög vel unnin mynd en sagan er samt það grípandi að útkoman verður alls ekki sem verst. Þó er þetta ekki nálægt því eins góð mynd og Alien eða Blade Runner sem eru að mínu mati bestu myndir Ridley Scott. Body of Lies fær tvær stjörnur eða 6/10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn