Jólamyndir sem skal forðast!

Fyrir hverja góða jólamynd fylgja a.m.k. fimm lélegar. Án þess að teygja lopann eitthvað frekar þá ætla ég vinda mér í það að nefna 10 lélegustu jólamyndir sem undirritaður hefur séð.
Sérstakt hversu nýlegar margar þeirra eru.

Ath. Það er engin spes röðun á þessum myndum.

Ernest Saves Christmas

Þið sem að héldu að Saw myndirnar væru þreyttar! Þær eru það vissulega, en Ernest ræmurnar skáka þær tvímælalaust. Jim Varney var ekki hæfileikalaus maður, en það er mér óskiljanlegt hvernig hann gat endalaust sokkið í þessa hræðilegu rullu. Ernest Saves Christmas er hroðaleg jólamynd, en þó – ótrúlegt en satt – ein af skárri Ernest myndunum. You do the math…

I’ll Be Home For Christmas

Planes, Trains & Automobiles handa unglingum. Vont afrit yfir heildina og gríðarlega hrokafullur leikari í aðalhlutverkinu.

Four Christmases

– Merkilega ó-jólaleg jólamynd. Síðan að Christmas Vacation kom út hafa jólagamanmyndir slegist um að fanga sama skemmtilega hamaganginn, en þessi er bara gríðarleg sóun á nokkrum fínum nöfnum. Þessi er þó enn í sýningum, þannig að ef þið ætluðuð ykkur að fara á hana yfir hátíðirnar… Sleppið því!

Jingle All the Way

Það er hægt að hafa gaman að því hversu glötuð þessi mynd er, og hve vandræðalegt það er að sjá Ahnuld eltast við Sinbad í voða þunnri og bjánalegri mynd með píndum boðskap (pabbar eru betri en leikföng…) og slöppum húmor.

Eight Crazy Nights

Skólabókadæmi um barnalegan Sandler-húmor. Pass.

Christmas with the Kranks

Hræðileg mynd að nánast öllu leyti. Hegðun fólks í myndinni er eftirminnilega súr og allir láta eins og þeir séu á einhverri sýru.

Deck The Halls

Álíka slöpp og sennilega verri mynd heldur en Kranks. Varla einn góður brandari og bara almennt leiðinleg mynd. Úff…

The Santa Clause 3: The Escape Clause

Tim Allen er algengt nafn þegar að kemur að svona listum. Ég var ekki sérlega hrifinn af Santa Claus 2 heldur en þessi mynd er pjúra viðbjóður. Týpísk sykurhúðuð dæmisaga frá Disney sem inniheldur alveg skelfilega frammistöðu frá Martin Short. Ekkert alltof svalur sem Jack Frost.

Surviving Christmas

Það eina fyndna við áhorfið er að sjá James Gandolfini með jólasveinahúfu.

Jack Frost

Án efa ein alversta jólamynd sem hefur verið fest á filmu! Michael Keaton leikur föður sem deyr og snýr síðan aftur sem talandi snjókall sem fær annað tækifæri til að vinna sér inn umhyggju sonar síns. Hljómar þetta virkilega spennandi?
Burtséð frá því hve asnaleg hugmyndin er, þá er húmorinn ótrúlega barnalegur og væmnin er alfarið í hámarki!
Ég mun aldrei horfa á þessa mynd aftur. ALDREI!

Ég þakka fyrir mig í bili. Veljið svo rétt 🙂