Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Surviving Christmas 2004

Frumsýnd: 10. desember 2004

Share the warmth

91 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 8% Critics
The Movies database einkunn 19
/100

Drew Latham er vel efnaður forstjóri, sem lifir tómlegu og grunnu lífi, þó hann eigi nóg af peningum. Hann sér fram á enn ein einmanalegu jólin, og ákveður að heimsækja æskuheimilið og endurvekja þannig gamlar minningar um jólahátíðina. En þegar hann kemur á staðinn þá sér hann að heimilið er gjörbreytt, og hann borgar fjölskyldu fyrir að eyða jólunum... Lesa meira

Drew Latham er vel efnaður forstjóri, sem lifir tómlegu og grunnu lífi, þó hann eigi nóg af peningum. Hann sér fram á enn ein einmanalegu jólin, og ákveður að heimsækja æskuheimilið og endurvekja þannig gamlar minningar um jólahátíðina. En þegar hann kemur á staðinn þá sér hann að heimilið er gjörbreytt, og hann borgar fjölskyldu fyrir að eyða jólunum með sér.... minna

Aðalleikarar


Sá SC annan í jólum vissi ekkert hvað ég væri að fara að sjá en viti menn ég var heillaður, engar væntingar bera alltaf gott í skauti sér. Við kynnumst Drew (Affleck) sem er ríkur hugmyndasmiður stórs fyrirtækis og ákveður eftir rifrildi við unnustu sína að vera ekki einn um jólin, hann tekur þá upp að fara á sínar æskuslóðir eftir ráðum sálfræðings kærustu sinnar, hann fer á æskuslóðir sínar og fer eftir ráðum sálfræðingsins, en áttar sig ekki á því að ný fjölskylda er þar niðurkomin, Drew ákveður eftir umhugsun að leigja fjölskylduna út yfir jólin og eyða jólunum í faðmi fjölskyldunnar að þessu sinni. Upp hefst mikill húmor og hlátrasköll og á myndin vel skilið sæti á lista góðra jólamynda, ég hugsaði áður en ég hélt á myndina að Affleck gæti nú varla gert gott í jólamynd, en mér skjátlaðist mjög svo og fer hann með góða rullu í þessari stórskemmtilegu mynd. Mæli með henni fyrir fjölskyldur sem kærustupör og alla þá sem hafa gaman af fyndnum vitleysum í jólaanda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Besta jólamyndin í ár, stórefast um að það sem á eftir að koma eitthvað betra en þessi mynd. Ég verð að gefa rithöfundum þessara myndar fullt kredit fyrir alveg nýstárlega hugmynd að jólamynd, þó hún eigi nokkra hluti sameiginlega við The Family Man sem Nicolas Cage lék í fyrir nokkrum árum. Þessi mynd fjallar um Drew (Ben Affleck) sem er vel ríkur og fær skrítna hugmynd í kollinn eftir að hafa talað við sálfræðing að heimsækja sitt fyrra heimili þegar hann var ungur til að endurvekja gamlar minningar og ákveður þar að leigja fjölskylduna sem býr þar núna yfir jólin. Ég ætla ekki að segja meira um þessa mynd, enda segir söguþráðurinn allt sem segja þarf, við svona aðstæður er ekki hægt að búast við að myndin verði ekki neitt annað en fyndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn