Náðu í appið
Öllum leyfð

Shrek Forever After 2010

(Shrek 4, Shrek: The Final Chapter, Shrek: Sæll alla daga, Shrek Goes Fourth, Shrek Forever, The Final Chapter)

Frumsýnd: 14. júlí 2010

The Final Chapter

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 57% Critics
The Movies database einkunn 58
/100

Shrek, sem er orðinn rólegur fjölskyldufaðir, saknar gamla lífsins þegar hann hræddi líftóruna úr þorpsbúunum. Hinn tungulipri Rumputuski kemst að þessu og blekkir Shrek til að skrifa undir samning þar sem Shrek heldur að hann sé að fá einn dag til að upplifa gamla lífið sitt aftur og slaka á. Í staðinn verður Shrek sendur í brenglaða útgáfu af heiminum... Lesa meira

Shrek, sem er orðinn rólegur fjölskyldufaðir, saknar gamla lífsins þegar hann hræddi líftóruna úr þorpsbúunum. Hinn tungulipri Rumputuski kemst að þessu og blekkir Shrek til að skrifa undir samning þar sem Shrek heldur að hann sé að fá einn dag til að upplifa gamla lífið sitt aftur og slaka á. Í staðinn verður Shrek sendur í brenglaða útgáfu af heiminum þar sem Rumputuski er orðinn kóngur, reynt er að útrýma tröllum, Asni kannast ekkert við Shrek og stígvélaði kötturinn er orðinn feitur.... minna

Aðalleikarar

Tékkið frekar aftur á Toy Story 3
Maður hefur augljóslega verið að biðja um of mikið þegar maður vonaðist til að Shrek-serían myndi enda með jafn sterkum hætti og hún byrjaði. Ég er þó a.m.k. feginn að við fengum ekki lokamynd sem er slakari en sú þriðja. Shrek Forever After dettur algjörlega inn fyrir miðju. Ferskleikinn, húmorinn og sjarminn sem einkenndi fyrstu tvær myndirnar er löngu farinn en mér leiddist ekki eins mikið og þegar ég horfði á síðustu mynd. Ástæðan er líklegast sú að þessi mynd *reynir* að gera eitthvað nýtt, eða a.m.k. gerir hún tilraun til þess að hræra aðeins til í efninu með því að koma með glænýjan söguþráð, illmenni sem við höfum ekki áður séð og atburðarás sem afritar ekki fyrstu myndirnar. Ég man svo vel hvað Shrek the Third virkaði eins og asnaleg framlenging á annarri myndinni, og þess vegna gerði hún ekkert af því sem ég var að telja upp. Helsti gallinn er samt sá að þessi svokallaði nýi söguþráður býður upp á einhverja þreyttustu þroskasöguklisju sem vitað er um.

Myndin mun pottþétt höfða vel til barna, enda er hún hröð, litrík og troðfull af barnalegum bröndurum (stór mínus þar sem fullorðinsbrandarar eru í lágmarki. Held að ég hafi hlegið mesta lagi 4x!). Eldri hóparnir finna fyrir því hvað söguþráðurinn er kunnuglegur. Kvikmyndanördarnir sjá það strax að hann er beint tekinn úr It‘s a Wonderful Life, og um leið og maður byrjar að finna fyrir því þá verður öll sagan svo óþægilega fyrirsjáanleg. Boðskapurinn er áhrifaríkur ("enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur") en við höfum séð söguna sem flytur hann svo svaaaaakalega oft. Mér finnst þetta vera hreint út sagt latt af aðstandendum að geta ekki fundið upp á einhverju ferskara, því að nota svona gamalt plott bendir meira til þess að myndin sé bara gerð til þess að skila inn gróða og þar af leiðandi fer enginn metnaður í almennilegt afþreyingargildi. Og vegna þess að sagan er svona auðútreiknanleg þá einhvern veginn skilar nær sjarminn að deyja löngu áður en maður á að byrja að finna fyrir honum. Mér finnst skrítið að Dreamworks skuli hafa gefið út þessa og How to Train Your Dragon á sama ári. Gæðamunurinn er alveg svakalegur.

Það sést líka fljótt hvað teymið virtist ekki vera að reyna mikið á sig til að gera heildarpakkann eftirminnilegan. Það vissu hvort eð er allir að myndin ætti eftir að græða helling áður en hún fór í vinnslu. Myndin hefði getað grætt á því að hafa sterkari aukapersónur en þær eru eiginlega allar jafn ómerkilegar. Vondi kallinn hefur svosem ágæta nærveru, en hann minnir alltof mikið á Farquaad úr fyrstu myndinni, eða allavega samkynhneigða útgáfu af honum.

Shrek Forever After (eða Shrek: The Final Chapter, Shrek 4 eða HVAÐ sem hún heitir!) býr yfir hefðbundnu styrkleikjum Dreamworks-teiknimynda sem tengjast útlitinu og hún á að sjálfsögðu góð orð skilið fyrir það. Svo er flæðið býsna traust og það er sem betur fer nóg að gerast á skjánum til að maður verði ekki dáleiddur af úrinu. Samt skiptir innihaldið öllu fyrir mig og sérstaklega þegar maður er nýlega búinn að sjá hvað Pixar-menn gerðu með lokamyndina sína á árinu (Toy Story 3 auðvitað) þá getur maður ekki annað en yppt öxlum yfir þessu og bara samstundis reynt að gleyma því.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn