Robert Downey Jr. segir: F*ck DC Comics

 Iron Man hetjan Robert Downey Jr. var í viðtali fyrir stuttu þar sem hann sagðist ekki skilja alla geðshræringuna í kringum stærstu mynd sumarsins, The Dark Knight. Hann sagðist ekki vilja sjá svona mynd, handritið væri alltof hratt og að í raun gæti hann enn ekki sagt neinum hvað virkilega gerðist í myndinni.

Marvel og DC Comics einangra ofurhetjumarkaðinn um þessar mundir, en Marvel var m.a. framleiðandi The Incredible Hulk og Iron Man, en þær komu báðar út nú í sumar. DC Comics hefur látið minna fara fyrir sér, en þeir eiga einkarétt á ofurhetjum eins og Wonderwoman, Superman og Batman, en stærsta myndin frá þeim (fyrir The Dark Knight) er án efa Superman Returns sem kom út árið 2006. DC Comics skrifuðu nýverið undir risastóran samning við Warner Bros og hyggst dæla út ofurhetjumyndunum á næstu árum.

Þegar Robert Downey Jr. var spurður út í álit sitt á DC Comics þá sagði hann einfaldlega: ,,You know what? Fuck DC Comics. That’s all I have to say.“