Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Superman Returns 2006

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 12. júlí 2006

154 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 74% Critics
Rotten tomatoes einkunn 61% Audience
The Movies database einkunn 72
/100

Eftir að hafa útrýmt Zod hershöfðingja og öðrum erkióvinum frá plánetunni Krypton, Ursa og Non, þá yfirgefur Superman Jörðina til að reyna að finna heimaplánetu sína Krypton eftir að geimfarar virðast hafa fundið hana. Þar finnur hann ekkert nema leifar, og snýr aftur til Jarðar. Nú eru fimm ár liðin og Lois Lane kærasta hans er nú trúlofuð frænda... Lesa meira

Eftir að hafa útrýmt Zod hershöfðingja og öðrum erkióvinum frá plánetunni Krypton, Ursa og Non, þá yfirgefur Superman Jörðina til að reyna að finna heimaplánetu sína Krypton eftir að geimfarar virðast hafa fundið hana. Þar finnur hann ekkert nema leifar, og snýr aftur til Jarðar. Nú eru fimm ár liðin og Lois Lane kærasta hans er nú trúlofuð frænda yfirmanns hans, og erkióvinur Superman, Lex Luthor er enn á ný með ill áform. Hinn geðsjúki Luthor, sem mistókst að gereyða Kaliforníuríki þegar Superman kom í veg fyrir það, heitir því að hefna sín á Superman og býr til nýja hefndaráætlun. Hann ætlar að nota krystala frá plánetunni Krypton til að byggja meginland sem mun þurrka út mest alla Norður Ameríku! Kryptonít er lykilefni í meginlandinu nýja, en það er efni sem er stórhættulegt fyrir Superman að koma nálægt, og er eini veikleiki Superman. Þegar Superman kemst að þessum illu ráðagerðum Lex Luthor, þá þarf hann að keppa við tímann til að stoppa geðsjúklinginn, áður en milljónir ef ekki milljarðar manna látal lífið af hans völdum.... minna

Aðalleikarar


Superman Returns er stórkostleg mynd og stórmynd eins og þær gerast stærstar. Bryan Singer tekur Súperman og endurlífgar hann eftir 19 ára fjarveru með glæsibrag. Hún er ótrúlega flott gerð, tæknibrellur eru svakalega flottar, spennan er magnþrungin, handrit Michael Dougherty og Dan Harris vel skrifað, leikstjórn Bryans frábær, persónusköpun góð og leikarar standa sig frábærlega. Brandon Routh er frábær arftaki fyrir Christopher Reeve og lifir sig vel inní karakter Súperman/Clark Kent. Kevin Spacey á fína spretti sem Lex Luthor, en er ekki jafn góður og Gene Hackman. Ætla ekki að blaðra meir, farið bara á myndina og njótið vel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér langar svo að segja að Superman Returns er besta mynd sem ég hef séð, því superman er flottasta ofurhetjan heiminum(alavegna fannst mér það þegar ég var 8-10 ára). En neibb þessi stóðst ekki undir væntingum. Það vantaði einhvern flottan endanút í þetta. Myndinn var ágæt fyrir hlé en svo var eins og hún labbaði bara rólega út endirinn þanngað til að hún var allt í einu búinn. Þetta er rosalega flott mynd og maður er búinn að bíða lengi að sjá superman mynd aftur og fyrir það eitt að sjá superman fljúa þá fær hún eina stjörnugefins en hún fær ekki nema eina í viðbót fyrir flottan supermann leikara og fínan vondakall með húmor. Á meðan ég mann það var alltof mikið af húmor í þessari mynd(sem var reyndar nokkuð fyndinn en skemmdi dálítið trúveruleikan).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ég sá þessa mynd. Hasarinn var ekki mikill og dramatíkinn var að drepa mig úr leiðindum. Handritið var bara ekki nógu gott fyrir þessa mynd. Ef það á að gera aðra supermannmynd í framtíðinni að þá er margt sem þyrfti að laga t.d að hafa betra handrit og gera eikvað nýtt og ferskara með supermann. Bryan singer stendur sig vél í hlutverki supermanns og tæknibrellunar voru mjög góðar.

En stundum er það ekki nóg, það er margt sem þyrfti að gera ef supermann á ekki að gleymast í miningu okkar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Virkar ekki á alla, en ég fílaði hana!
Að sjá Superman bregða fyrir aftur á skjánum eins og hann á að vera eftir þriggja áratuga hlé (og nei, ég tel hvorki Lois & Clark né Smallville með) er eins og að sjá gamlan æskudraum rætast. Það hefur lengi verið orðað um að endurgera mynd um Ofurmennið árum saman, en á endanum fékk Bryan Singer að taka við stjórninni (og yfirgaf þar með X-Men-seríuna í kjölfarið). Margir hefðu eflaust nýtt sér tækifærið og farið nýjar og töluvert nútímalegri leiðir (og það hefur verið reynt!), en Singer hefur augljóslega kosið að halda sig við klassíska stílinn sem Richard Donner gerði svo ódauðlegan árið 1978. En þó svo að Singer hafi kóperað sama stíl og tón, þá fullkomnar hann pakkann með sínum eigin töktum, og ég er ekki frá því að Superman Returns sé jafn góð og fyrsta myndin. Og þar sem að titilkarakterinn kemur hvergi nálægt slíkri bjánalegri kúnst að snúa tímanum við með því að fljúga billjón hringi í kringum jörðina í lokin á þessari mynd skal alveg segjast að hún sé aðeins betri og heilsteyptari.

Superman Returns er greinilega ekki fyrir alla þar sem hún er hæg, löng og einblínir meira á persónusköpun heldur en nokkuð annað. Persónulega gat ég ekki verið ánægðari með niðurstöðuna, og það sést langar leiðir að Singer er annt um hvern einasta ramma. Hann fer algjörlega í sínar áttir með hráefnið en gleymir ekki að gleðja hörðustu aðdáendur með því að pota inn tilvísunum í Donner-myndirnar og notast við hið guðdómlega titillag sem John Williams samdi. Ég hélt að ég ætlaði að fara yfir um, ég fékk svo mikla gæsahúð þegar credit-listinn kom í byrjun.

Handritið á myndinni er gríðarlega lagskipt og heillandi. Mér finnst fínt að fá smá meiri dýpt á bakvið Superman, og það er ótrúlegt hvað hann er gerður að sympatískum einstaklingi (fyrir utan atriðið þegar hann horfir inn um gluggann hjá Lois. Það er bara rangt!). Brandon Routh er líka virkilega góður í hlutverkinu og einhvern veginn efa ég að það hefði verið hægt að finna verðugri arftaka Christophers Reeve (svo ekki sé minnst á hvað þeir eru fáránlega líkir). Routh er viðkunnanlegur, sjarmerandi og viðeigandi svalur þegar hann flýgur um og bjargar málunum. Á gefnum tímapunkti, þegar söguþráðurinn kallar á hasar - sem er því miður ekki oft - er hann stórskemmtilegur og feilar heldur hvergi í brelludeildinni. Myndin er reyndar alfarið vel unnin útlitslega, frá búningum til sviðsmynda.

Það kemur reyndar á óvart hversu mikið myndin er haldin uppi af leikframmistöðum, rólegum senum og samtölum, í stað þess að leggja allan sinn þunga á sprengingar og læti. Gleymum ekki að hér sé um sumarmynd að ræða, sem þýðir að margir eiga eftir að ganga heim með fýlusvip og ófullnægða adrenalínþörf. Leikstjórinn nær einhvern veginn að gera myndina mjög trúverðuga og manneskjulega, sem ég bjóst svosem við. Hann gerði náttúrlega svipaða hluti með X-Men, þó að maður finni meira fyrir því í þessari mynd hvað þetta er honum mikill draumur. Það má vera að myndin missi þónokkur stig fyrir að vera um stundarfjórðungi lengri en hún í raun þurfti að vera. Auk þess hefði ég gjarnan viljað sjá aðeins meiri kraft í hápunktinum í lokin. En litlu, en samt sem áður mikilvægu, þættirnir við myndina gera hana langtum betri en ég þorði að vonast eftir.

Leikarar eins og Kate Bosworth (sem að vísu lítur út fyrir að vera 17 ára!), James Marsden, Frank Langella og Sam Huntington fylla stórkostlega upp í mikilvægar rullur. Parker Posey fer þó alltaf jafn mikið í taugarnar á mér, og satt að segja er ég enn að melta hvað mér þótti um frammistöðuna hjá Kevin Spacey. Hann var einhvers staðar á milli þess að vera hallærislegur og ágætur. Persóna hans er líka alltaf jafn tvívíð og illa skrifuð að mínu mati, alveg sama hvað hann kemur oft fyrir í Superman-myndum. Vonandi þora menn að gera eitthvað nýtt með þennan skúrk í næstu mynd.

Ef ég væri beðinn um að lýsa Superman Returns í hnotskurn þá myndi orðið stórskemmtileg ekki vera efst. Myndin er meira athyglisverð og bara að flestu leyti sterk afþreying að mínu mati. Hún er virkilega góð í þeirri merkingu að hún er suddalega vönduð og úthugsuð í efnistökunum. Það sem gerir hana góða er hvernig hún nær að haldast saman í litlu mannlegu sögunni á bakvið allt hið ýkta. Við finnum til með aðalpersónunni og hans málum, og ástarsöguþráðurinn er heldur ekkert of yfirdrifin eða melódramatískur. Persónulega get ég ekki sagt annað en að Ofurmennið hafi náð að snúa við með stæl, þrátt fyrir að vera í öðruvísi dúr en flestir áttu von á. Ég held samt að gallharðir kvikmyndaunnendur eiga eftir að éta þessa alveg upp með bestu lyst á meðan meðaljónarnir líti á úrið og spyrji sig reglulega "hvar er aksjónið?"

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Loksins var gert aðara súperman mynd, var alveg kominn tími til, því það er nú 19 ár síðan að seinasta Súperman mynd kom út, og hét hún Superman IV: The Quest for Peace og var hún alveg hundléleg ef ég ætti að vera alveg hreinskilinn.

Superman í þessari mynd er leikin af leikara að nafni Brandon Routh sem er alveg skuggalega líkur Christopher Reeve sem lék í fyrri myndum. Þetta er hans fyrsta stóra holliwod mynd og tekst honum bara ótrúlega vel til.

Myndin fannst mér í heildina mjög góð, bara svona fínasta afþreging, með góðri spennu, húmor og frábærum tæknibrellum, og það er ekkert skrítið að myndin takist vel til því að leikstjórinn á bakvið myndina er enginn byrjandi í svona tekundir mynda, því hann færði okkur einnig myndirnar X- men eitt og tvö. Gaman að segja frá því að hann færði okkur líka snildar myndina The Usual Suspects sem er alveg yndisleg mynd. Leikstjórinn heitir Bryan SingerEina sem ég get sett út á myndina er að það er lítið sem ekkert farið í hans yngri ár, áður en hann gerðist súperman, ég var mikið að búast við því að þeir myndu fara ýtarlega í alla söguna á bakvið upprunna súpermans, og því um líkt, líkt og þeir gerðu í spiderman myndunum. En svo er ekki, og verð ég að segja að ég var fyrir frekar miklum vondbrigðum yfir því.

En í heildina litið ágætis afþreiging með frábærum tæknibrellum og húmor, bara allt sem þú ert að leita af í svona gerða mynda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

09.03.2020

Rifjar upp vonbrigðin eftir Superman Returns: Leikstjórinn erfiður - „Ég gerði allt sem ég gat“

Bandaríska leikaranum Brandon Routh þótti leitt að geta ekki spreytt sig í Superman-hlutverkinu oftar en gafst tækifæri til. Leikarinn var tiltölulega óþekktur þegar hann var ráðinn í burðarhlutverk stórmyndarinn...

25.07.2014

Dauði Superman Lives - Stikla

Áður en Superman myndin Superman Returns, með Brandon Routh í hlutverki ofurmennisins, og myndarinnar Man of Steel, með Henry Cavill í sama hlutverki, átti sjálfur Nicolas Cage að setja á sig rauðu skikkjuna í myndinni Supe...

01.05.2014

Hafnaði Superman, Spiderman og Batman

Bandaríski leikarinn Josh Hartnett sagði frá því í viðtali hjá Details Magazine á dögunum að hann gat valið um hvaða hlutverk í hvaða stórmynd sem er fyrir 10 árum, en núna þarf hann að berjast fyrir hlutverkunum sínum. Hartnett, sem er 35 ára í dag, ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn