Eftirfarandi er örlítið editeraður texti frá Nexus sem sendur var í gegnum póstlista þeirra, en ef þið eruð ekki á þeim lista þá mæli ég með því að þið skráið ykkur!
21. júlí kl. 22:20
2 dögum fyrir Íslandsfrumsýningu 23 júlí.
Kringlubíó salur 1
ótextuð – ekkert hlé
sýnd af filmu, 152 mín.
Númeruð sæti að eigin vali
Sala miða hefst kl. 12:00 miðvikudaginn 16. júlí engöngu í Nexus
Miðaverð 1.700 kr.
Loksins er framhald hinnar geysivirtu Batman Begins komin.
Nýji Marvel-kvikmyndaheimurinn fær verðuga samkeppni frá hinum myrka riddara Gotham borgar og endursögn Batman-sögunnar í kvikmyndaformi gerist mun myrkari og dramatískari með tilkomu Jókersins.
Nexus-menn eru búnir að sjá myndina og mæla óspart með henni.
Nolan-bræðurnir sem skrifa handritið ganga enn lengra í að staðsetja Batman
í eins raunverulegum heimi eins og hægt er og það verður að segjast að
þetta er hárrétt ákvörðun hjá þeim, og ljær myndinni fullorðinslegri blæ
en maður á að venjast af myndum um ofurhejtur. Þetta minnir á hvernig Frank Miller
gerði á sínum tíma Daredevil myndasögurnar meira að glæpadrama en ofurhetjusögum.
Heath Ledger sálugi á stórleik sem snarklikkaður Jókerinn
og er öruggur um tilnefningu til óskarsverðlauna.
Myndin fær PG-13 aldursviðmiðun í Bandaríkjunum (ekki mælt með að börn undir 13 ára sjái hana) og er alls ekki við hæfi ungra barna að mati Nexus.
Dómar er farnir að birtast á RottenTomatoes.com og eru komnir í 88% þegar þetta er ritað.
Trailer og aukaefni má sjá á undirsíðu myndarinnar hér á Kvikmyndir.is, En Nexus mælir með eins og venjulega að vita sem minnst!
Við minnum á að Kvikmyndir.is forsýningin er samdægurs, ókeypis og The Dark Knight varningur verður gefinn – spurningaleikur fer í gang MJÖG fljótlega þannig að fylgist með! psst! jafnvel á morgun!
Kvikmyndir.is forsýningin og Nexus-forsýningin eru aðskildar og tengjast ekki á nokkurn hátt.

