Inglorius Bastards skipt í tvennt?

Mikið hefur verið talað um útkomu næstu mynd Quentin Tarantino, sem ber nafnið Inglorious Bastards. Meistarinn var í viðtali með leikstjóra upprunalegu myndarinnar, Enzo Castellari, en mynd Tarantino er víst lauslega byggð á henni.

Í viðtalinu sagði hann að myndinni yrði skipt í tvennt. Ástæðan fyrir því að þegar Tarantino vann að rannsókn fyrir myndina þá safnaði hann svo gríðarlegu magni af upplýsingum að hann gat ekki hætt að skrifa. Hann er þó búinn að gefa út að myndin eigi að koma út árið 2010, en ljóst er að hann verður að spýta í lófana til þess að ná því með tveimur myndum.

Hópur glæpamanna verða fyrir árás nasista í Seinni Heimsstyrjöldinni. Allir nema glæpamennirnir deyja, og þeir ákveða að reyna að komast til Sviss til að flýgja ákærur – en til þess verða þeir að komast í gegnum allan her nasistanna.

Tengdar fréttir:

27.5.2008    Inglorious Bastards verður loks til!